mobile navigation trigger mobile search trigger

Viðtalstímar bæjarráðs og bæjarstjóra

16.05.2025 Viðtalstímar bæjarráðs og bæjarstjóra

Bæjarráð og bæjarstjóri munu bjóða uppá viðtalstíma í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar næstu daga. Íbúum stendur til boða að fá viðtal við bæjarstjóra og bæjarráð í grunnskólum og bókasöfnum sveitarfélagsins. Ekki er tekið við bókunum í þessa viðtalstíma.

 

Lesa meira

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina 2025

16.05.2025 Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina 2025

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur hlotið Eyrarrósina 2025, virt menningarverðlaun sem veitt eru framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er mikill heiður fyrir menningarlífið í Fjarðabyggð og viðurkenning á því mikilvæga hlutverki sem Sköpunarmiðstöðin gegnir í samfélaginu. 

Lesa meira

Lokið við ljósleiðaravæðingu á Breiðdalsvík

16.05.2025 Lokið við ljósleiðaravæðingu á Breiðdalsvík

Míla hefur nú tengt ljósleiðara í Breiðdalsvík og mun klára að tengja 14 staðföng á Fáskrúðsfirði 19. maí nk. og tengja fyrsta fasa á Stöðvarfirði 22. maí. Fólk og rekstur á Breiðdalsvík geta því nú pantað sér nettengingu um ljósleiðara Mílu frá sínu fjarskiptafélagi.

Lesa meira

Almenn sumaropnun sundlauga Fjarðabyggðar

07.05.2025 Almenn sumaropnun sundlauga Fjarðabyggðar

Við viljum vekja athygli á breyttum opnunartíma sundlauga yfir sumatímann. En almenn sumaropnun tekur gildi 1. júní - 31. ágúst.
Sumarlokun verður í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar frá 15. maí - 31. ágúst.
Opnunartími sundlaugarinnar á Stöðvarfirði breytist á sama tíma og verður frá klukkan 10 - 19 á virkum dögum og 13 - 17 um helgar.

Lesa meira