mobile navigation trigger mobile search trigger

Syndum - landsátak í sundi 1. - 30. nóvember

01.11.2024 Syndum - landsátak í sundi 1. - 30. nóvember 01.11.2024 - 30.11.2024

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak fyrir alla landsmenn.  Sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær alhliða hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja.

Lesa meira

Víðtæk samþætting endurhæfingar formgerð með tímamótasamningi

01.11.2024 Víðtæk samþætting endurhæfingar formgerð með tímamótasamningi

Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag. Að samningnum koma 46 aðilar á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, sem skuldbinda sig til að eiga með sér samstarf og samvinnu um endurhæfingu einstaklinga sem á þurfa að halda. Samningurinn tekur gildi 1. september 2025 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkvæmt lögum sem öðlast gildi á sama tíma.

Lesa meira

Bragðlaukaþjálfun á Eyrarvöllum

01.11.2024 Bragðlaukaþjálfun á Eyrarvöllum

Í september hóf leikskólinn á Eyravöllum þátttöku í rannsóknarverkefni Berglindar Lilju Guðlaugsdóttur og hennar teymis í bragðlaukaþjálfun sem nefnast Litlu laukar. Litlu laukar er bragðlaukaþjálfun hjá börnum sem felst í markvissri þjálfun í að smakka og upplifa mat með öllum skynfærum sínum.

Lesa meira

Íbúafundur um ofanflóðamál

29.10.2024 Íbúafundur um ofanflóðamál

Þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var haldinn íbúafundur vegna ofanflóðamála í Neskaupstað. Fundurinn var framhald af þeirri vinnu sem verið hefur frá síðasta íbúafundi og vinnustofunni ,,Stillum saman strengi" sem fram fór 2. október, 2023. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar fór stuttlega yfir það sem fram fór á vinnustofunni. Þar komu saman allir helstu viðbragðsaðilar, Almannavarnanefnd Austurlands, Veðurstofa Íslands, og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra ásamt fulltrúum sveitarfélaganna, björgunarsveita, Vegagerðarinnar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og fleiri aðilium.

Lesa meira

Íbúafundur vegna verkefnisins Gott að eldast

13.11.2024 Íbúafundur vegna verkefnisins Gott að eldast 13.11.2024 - 13.11.2024

13. nóvember næst komandi kl. 16:30 -18:00, Melgerði 13 á Reyðarfirði, neðsta hæð. 

Dagskrá:

Kl. 16:30 – 17:00: Berglind Magnúsdóttir verkefnastjóri þróunarverkefnisins Gott að eldast heldur erindi

Kl. 17:00 - 17:30: Janus Guðlaugsson stofnandi og gæðastjóri Janusar heilsueflingar heldur erindi

Kl. 17:30 – 18:00: Tími fyrir spurningar og/eða umræður.

Lesa meira

Syndum - landsátak í sundi 1. - 30. nóvember

01.11.2024 Syndum - landsátak í sundi 1. - 30. nóvember 01.11.2024 - 30.11.2024

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak fyrir alla landsmenn.  Sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær alhliða hreyfing bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja.

Lesa meira

Dagskrá Dagar Myrkurs í Fjarðabyggð

31.10.2024 Dagskrá Dagar Myrkurs í Fjarðabyggð

Þessi dularfulla og stórskemmtilega menningarveisla verður um allt Austurland dagana 27. október til 3. nóvember nk. Dagar myrkurs eru vetrarhátíð sem fagnar í senn myrkrinu og ljósinu með fjölda viðburða til samveru og notalegra stunda við kertaljós. Markmiðið er að láta hvítu ljósin loga, tákn friðar og kærleika, þar til litrík ljós aðventunnar taka við.

 

Lesa meira

Tilkynning Rarik: Rafmagnsleysi Eskifirði

04.11.2024 Tilkynning Rarik: Rafmagnsleysi Eskifirði

Rafmagnslaust verður í innsveit Eskifjarðar þann 4.11.2024 frá kl 10:00 til kl 10:30 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Lesa meira