mobile navigation trigger mobile search trigger

InstaVolt opnar 16 hraðhleðslustöðvar í Fjarðabyggð

02.07.2024 InstaVolt opnar 16 hraðhleðslustöðvar í Fjarðabyggð

Breska fyrirtækið InstaVolt áætlar að koma upp 16 nýjum hraðhleðslustöðvum í Fjarðabyggð. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Mark Stannard fulltrúi InstaVolt, undirrituðu samning þess efnis fyrir skömmu. Samningurinn er til 25 ára og áformar InstaVolt að setja upp 16, 160 kwh hraðhleðslustöðvar í Fjarðabyggð. Hleðslustöðvarnar verða staðsettar á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík.

Lesa meira

Göngubrúin yfir Búðará endurbyggð

01.07.2024 Göngubrúin yfir Búðará endurbyggð

Göngubrúin yfir Búðará var endurbyggð nú á dögunum og var verkið klárað í gær sunnudag. Launafl sá um að endurbyggja brúnna. Göngubrúin tengir saman gönguleiðir austan og vestan árinnar og er stór áfangi fyrir aðgengi almennings að vinsælu útivistarsvæði á Reyðarfirði. Brúin var fyrst byggð árið 2015 en skemmdist mikið í óveðrinu haustið 2022. 

Lesa meira

Unnur Björgvinsdóttir, forstöðukona dagvistar lætur af störfum

28.06.2024 Unnur Björgvinsdóttir, forstöðukona dagvistar lætur af störfum

Unnur Björgvinsdóttir lauk störfum sínum þann 19. júní sl. eftir 28 ár í starfi forstöðumanns dagvistar fyrir eldra fólk á Breiðdalsvík. Af því tilefni var boðið til kaffisamætis.

Unni er þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins, og óskum við henni góðs gengis í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Lesa meira

Völusteinn koma fram í Breiðablik

28.06.2024 Völusteinn koma fram í Breiðablik
Völusteinar voru með tónleika í Egilsbúð í gærkvöldi gg spiluðu þar fram eftir kvöldi. Fyrr um daginn lék svo sveitin við opnum sýningarinnar MILLI FJALLANNA ljósmyndasýningu eftir Dagbjörtu Elvu Sigurðardóttur í Gallerí Þórsmörk.
Völusteinar léku  fyrír íbúa Breiðabliks í gærmorgun fimmtudag við mikinn fögnuð viðstaddra en fjölmennt var á tónleikunum. 
Lesa meira

Ásgeir Trausta í Egilsbúð

01.07.2024 Ásgeir Trausta í Egilsbúð

Fimmtudaginn 4. júlí mætir Ásgeir Trausti í Egilsbúðog leikur á Tónaflugi en þar hitar Norðfirðingurinn Kári Kresfelder upp fyrir Ásgeir. Þetta eru fyrstu sólótónleikar Kára sem hefur getið sér gott orð fyrir frumlegar lagasmíðar sínar og meðal annars fengið góða dóma hjá Arnari Eggerti Thoroddsen tónlistarblaðamanni Rásar 2 og Morgunblaðsins. 

 

Lesa meira

Alvöru Sveitaball

28.06.2024 Alvöru Sveitaball
Er ekki kominn tími á alvöru sveitaball og tjútta pínu?🕺💃
Stuðhljómsveitin Ástarpungarnir ætla að koma og skemmta í frystihúsinu á Breiðdalsvík.

Lesa meira

Kaffispjall með bæjarstjóra og oddvitum meirihlutans

26.06.2024 Kaffispjall með bæjarstjóra og oddvitum meirihlutans 26.06.2024 - 26.06.2024

Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri ásamt Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar og Ragnari Sigurðssyni formanni bæjarráðs munu bjóða uppá reglulega viðtalstíma í grunnskólum Fjarðabyggðar.

Lesa meira