mobile navigation trigger mobile search trigger

Nafnasamkeppni fyrir leikskólann Dalborg

29.08.2025 Nafnasamkeppni fyrir leikskólann Dalborg

Innan tíðar mun ný viðbygging vera tekin í notkun í leikskólanum Dalborg. Verða þá teknar í notkun tvær nýjar deildir og af því tilefni stendur til að endurnefna allar deildir leikskólans. 

Lesa meira

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað

26.08.2025 Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og mega teljast nokkuð á undan upphaflegri áætlun, enda hefur tíðarfar þessa árs verið með eindæmum hagstætt. Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er hafin. Tekin hefur verið ákvörðun um að keilum verði fjölgað um fimm. 

Lesa meira

400. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

25.08.2025 400. fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt sinn 400. fund frá sameiningu árið 2006, á fimmtudaginn síðastliðin. Fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn 13. júní árið 2006 að Sólbrekku í Mjóafirði.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð varð til við sameingu  Neskaupstaðar, Eskifjarðarkaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps árið 1998. Árið 2006 sameinaðist Fjarðabyggð við Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp og Mjóafjarðarhrepp og árið 2018 sameinaðist Breiðdalshreppur við Fjarðabyggð.

Lesa meira

Sýningaropnun: Waiting for you to come eftir Ra Tack

30.08.2025 Sýningaropnun: Waiting for you to come eftir Ra Tack 30.08.2025 - 31.10.2025

Listasýningin Waiting for you to come eftir belgíska listmálarann Ra Tack opnar laugardaginn 30. ágúst kl. 15:00–18:00 í Þórsmörk, Þiljuvöllum 11, 740 Neskaupstað. Sýningin stendur til 31. október 2025.

Í verkum sýningarinnar sameinar Tack áþreifanlega áferð og abstrakt framsetningu við táknræn mynstur sem endurspegla ást, þrá, sögu og sjálfsmynd. Útkoman er list sem talar jafnt til hins áþreifanlega sem hins óáþreifanlega í tilverunni og hvetur áhorfendur til að íhuga margbreytileika listræns heimsins.

Lesa meira

Íbúafundur með Sterkum Stöðvarfirði

04.09.2025 Íbúafundur með Sterkum Stöðvarfirði 04.09.2025 - 04.09.2025

Verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar boðar til íbúafundar í grunnskóla Stöðvarfjarðar fimmtudaginn 4. september kl:18:00.

Farið verður yfir stöðu og framgang verkefnisins til þessa, auk þess sem íbúar fá tækifæri til að fara yfir verkefnisáætlun og koma með athugasemdir og breytingartillögur.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Vonumst til að sjá sem flest!

Lesa meira

Íbúar í nágrenni við Fjarðabyggðarhöllina athugið

19.08.2025 Íbúar í nágrenni við Fjarðabyggðarhöllina athugið

Frá og með 19. ágúst munu standa yfir viðgerðir á þaki Fjarðabyggðarhallarinnar.   

English below. 

Áætlað er að viðgerðir á þakinu muni standa yfir í nokkrar vikur og hefst verkið á því að efni verður sprautað á þak Fjarðabyggðarhallarinnar.  Til að gæta fyllstu varúðar að efnið berist ekki á bíla sem standa næst höllinni förum við þess góðfúslega á leit við íbúa að þeir leggi bílum sem lengst frá Fjarðabyggðarhöllinni á meðan á sprautun stendur, þar sem ryk frá framkvæmdunum geta valdið skemmdum á lakki bíla.

Tilkynnt verður um það þegar sprautun lýkur og óhætt verður að leggja bílum aftur við neðangreind hús. 

Á þetta helst við um: 

  • Melgerði 7, 9, 11 og 13    
  • Sunnugerði 3, 5b, 7 og Heiðarveg 12b  

Óskað er eftir heimild bíleiganda sem ekki færa bílana, af einhverjum orsökum, að fá leyfi til að setja ábreiðu yfir bíla sem verða eftir á bílastæðum næst Fjarðbyggðarhöllinni. 

Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem getur hlotist af þessu fyrir íbúa. 

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Hilmi Þór, stjórnanda þjónustu- og framkvæmdarmiðstöðvar í síma 860 4540 eða á netfangið: hilmir.asbjornsson@fjardabyggd.is  

Lesa meira