mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

31.03.2025 Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

Föstudaginn 28. mars fór fram söngvakeppnin SamAust á Egilsstöðum þar sem tveir fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt. Blær Ágúst Gunnarsson hreppti annað sætið og fékk því keppnisrétt í stóru söngvakeppninni á vegum Samfés í maí.

SamAust er er undankeppni fyrir stóru Söngvakeppni Samfés, öðru nafni SamFestingurinn.

Lesa meira

Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

28.03.2025 Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

Atomic Cup mótaröðin hófst þriðjudaginn 25. mars í Oddsskarði með miklum glæsibrag. Keppt hefur verið í tveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum og tveimur alþjóðlegum svigmótum í bæði karla- og kvennaflokki í vikunni. Veðrið hefur verið frábært og aðstæður til keppni til fyrirmyndar.

Lesa meira

Stóra upplestrakeppnin - Lokahátíð

27.03.2025 Stóra upplestrakeppnin - Lokahátíð

Eftir rúmlega fjögurra mánaða undirbúning í öllum 7. bekkjum grunnskóla Fjarðabyggðar fór úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram með glæsibrag í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði í gær. Keppnin, sem er árlegur viðburður og haldin víða um landið, vakti mikla athygli og var fjöldi fólks saman kominn til að fylgjast með frammistöðu nemenda.

Lesa meira

Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar

10.03.2025 Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar

Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar verður haldinn í 4. sinn miðvikudaginn 12.mars klukkan 17:30 í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar (Salthúsmarkaðurinn) í ár fá 15 verkefni styrk.

Stöðfirskt bakkelsi og kaffi í boði.

Öll velkomin

Lesa meira

Trjágróður við lóðarmörk

25.03.2025 Trjágróður við lóðarmörk

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Fjarðabyggð hvetur garðeigendur til að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. Einnig þarf að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð undir trjágreinar á gangstígum til að snjóruðningstæki komist undir.

Lesa meira