mobile navigation trigger mobile search trigger

40 ár frá vígslu skólahúsnæðisins Eskifjarðarskóla

06.01.2025 40 ár frá vígslu skólahúsnæðisins Eskifjarðarskóla

Þann 8. janúar 1985 var tekin í notkun ný hæð í nýrri skólabyggingu grunnskólans á Eskifirði. Var þá öll kennsla flutt á einn stað en hafði þá verið kennt á þremur stöðum í bænum. Gengu nemendur í skrúðgöngu um bæinn og kvöddu gamla skólann, Gamla skólahúsið var byggð árið 1910 og hafði verið kennt þar í 75 ár. Munu tímamótunum verða fagnað í Eskifjarðaskóla í dag. 

Lesa meira

Fjarðabyggð og Janus heilsuefling gera samning um áframhaldandi samstarf

06.01.2025 Fjarðabyggð og Janus heilsuefling gera samning um áframhaldandi samstarf

Fjarðabyggð og Janus heilsuefling hafa samið um áframhaldandi samstarf við verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ - Leið að farsælum efri árum fyrir íbúa Fjarðabyggðar. Verkefnið, sem hófst árið 2022, hefur hlotið afar góðar viðtökur og fjölmargir íbúar úr öllum hverfum sveitarfélagsins hafa tekið þátt frá upphafi.

Lesa meira

Jólatónleikar kórs Fjarðabyggðar ásamt Guðrún Árný og barnakór Fjarðabyggðar

04.12.2024 Jólatónleikar kórs Fjarðabyggðar ásamt Guðrún Árný og barnakór Fjarðabyggðar

Kór Fjarðabyggðar heldur glæsilega tónleika laugardaginn 7. desember með stjórnanda sínum Kaido Tani, Guðrúnu Árnýju ásamt strengjasveit og Barnakór Fjarðabyggðar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Tilvalið að njóta ljúfra tóna við upphaf aðventu og komast í jólaskapið. Tvennir tónleikar verða haldnir - kl 17 og kl 20 - miðasala hér: https://tix.is/.../jolatonleikar-kors-fjardabyggdar-asamt...

Viðburðinn má finn hér

Lesa meira

Opnunartími bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar yfir hátíðirnar

23.12.2024 Opnunartími bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar yfir hátíðirnar

Bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar verður lokuð á aðfangadag, þriðjudaginn 24. desember og til og með 26. desember. Skrifstofan verður opin föstudaginn 27. desember og mánudaginn 30. desember, á hefðbundnum opnunartíma. Þær verða hins vegar lokaðar á gamlársdag og nýársdag.

Lesa meira

Staða á sorphirðu 20. desember

20.12.2024 Staða á sorphirðu 20. desember

Í gær, fimmtudag (19.12) var verið að klára að losa brúnu tunnuna á Eskifirði og byrjað var á Reyðarfirði. Stefnt er á að klára Reyðarfjörð í dag (föstudag) og Fáskrúðsfjörð ef vel gengur. Áætlað er að klára Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík um helgina. Stefnt er á að sorphirða verði komin á áætlun eftir helgi. Verður þá byrjað að tæma grænu tunnuna í Neskaupstað.

Lesa meira