Menningarstofa í samstarfi við Sjóminjasafn Austurlands hlaut undirbúningsstyrk úr Safnasjóði
19.02.2025
Aðalúthlutun úr Safnasjóði 2025 fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn síðasta föstudag. Menningarráðherra Logi Einarsson ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr Safnasjóði. Árni Pétur, verkefnastjóri hjá Menningarstofu, var viðstaddur athöfnina og tók við viðurkenningarskjali og rós fyrir hönd safna Fjarðabyggðar.