Þann 12. desemeber voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands fyrir árið 2025. Alls bárust 113 umsóknir upp á tæpar 234 milljónir; 47 umsóknir á sviði atvinnu og nýsköpunar, 61 á sviði menningar og fimm um stofn–og rekstrarstyrki. Úthlutunarnefnd samþykkti styrkveitingar til 59 verkefna af þeim 113 sem sóttu um, eða 52%.
Fjöldi verkefna úr Fjarðabyggð hlýtur styrk úr uppbyggingarsjóði
Heildarkostnaður verkefnanna sem sótt var um taldi 812,90 milljónir en til úthlutunar voru 56,5 milljónir. 27 atvinnu- og nýsköpunarverkefni fengu samtals 25,28 milljónir, 28 menningarverkefnin fengu alls 26,68 milljónir og fjórir stofn- og rekstrarstyrkir voru veittir að upphæð fimm milljónir samtals. Fjöldi umsókna var á pari við síðustu ár, en verkefnin umfangsmeiri og styrkbeiðnirnar hærri sem endurspeglar grósku og í atvinnu- og nýsköpun, sem og frjótt menningarstarf á Austurlandi.
Í ár lagði útlhlutunarnefnd sérstaka áherslu á að styrkja atvinnu- og nýsköpun ungs fólks (undir 35 ára) en það er hópur sem ekki hefur sótt í atvinnuhluta sjóðsins af miklu mæli. Talsvert fleiri umsóknir bárust frá þessum aldurshópi en áður og um 37% verkefna sem fengu samþykkta styrkveitingu falla undir þessa áherslu.
Af þeim sem hlutu styrki eru 16 verkefnanna úr Fjarðabyggð eða hluti verkefnisins fer fram í sveitarfélaginu. Upphæðin sem fylgdi þessum 16 verkefnum eru um 18 milljónir.
Nánar á vef Austurbrúar