mobile navigation trigger mobile search trigger
13.12.2024

Tilkynning vegna tafa sem orðið hafa á sorphirðu í Fjarðabyggð

Töluverð röskun hefur orðið á sorphirðu, með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Veðurfar hefur verið óhagstætt undanfarnar vikur með snjókomu og hálku auk bilana sorphirðubíls.

Tilkynning vegna tafa sem orðið hafa á sorphirðu í Fjarðabyggð

Föstudaginn 13. desember var byrjað að tæma gráu tunnuna á Norðfirði þaðan verður svo farið á Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og unnið í því alla helgina og stefnt að ljúka Stöðvarfjörð og Breiðadalsvík á mánudaginn. Við það ætti sorphirðan að vera komin á rétta áætlun í byrjun næstu viku.

Beðist er innilegrar afsökunar á þessum töfum og munu stjórnendur sveitarfélagsins fylgjast náið með framvindu mála. Eru íbúar einnig hvattir til að huga að aðgengi sorptunna til að flýta fyrir sorphirðu. íbúar og fyrirtæki geta einnig tilkynnt í gegnum ábendingakerfi sveitarfélagsins ef sorp hefur ekki verið losað.