Öflugt tónlistarnám í boði í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar
03.04.2025
Tónlistarskóli Fjarðabyggðar stendur fyrir öflugu námi og stuðlar að fjölbreyttu tónlistarlífi með samtals 294 nemendum sem sækja tónlistarnám á sex starfsstöðvum sveitarfélagsins. Þessi hópur nemenda samsvarar um þriðjungi allra nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Flestir nemendurnir eru á grunnskólaaldri, frá sex til sextán ára, en þó eru einnig nokkrir fullorðnir nemendur sem taka virkan þátt í tónlistarlífi sveitarfélagsins, meðal annars í Blásarasveitinni í Neskaupstað.