mobile navigation trigger mobile search trigger

Öflugt tónlistarnám í boði í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

03.04.2025 Öflugt tónlistarnám í boði í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

Tónlistarskóli Fjarðabyggðar stendur fyrir öflugu námi og stuðlar að fjölbreyttu tónlistarlífi með samtals 294 nemendum sem sækja tónlistarnám á sex starfsstöðvum sveitarfélagsins. Þessi hópur nemenda samsvarar um þriðjungi allra nemenda í grunnskólum Fjarðabyggðar. Flestir nemendurnir eru á grunnskólaaldri, frá sex til sextán ára, en þó eru einnig nokkrir fullorðnir nemendur sem taka virkan þátt í tónlistarlífi sveitarfélagsins, meðal annars í Blásarasveitinni í Neskaupstað.

Lesa meira

Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

31.03.2025 Fjarðabyggð með fulltrúa á Samfestinginn

Föstudaginn 28. mars fór fram söngvakeppnin SamAust á Egilsstöðum þar sem tveir fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt. Blær Ágúst Gunnarsson hreppti annað sætið og fékk því keppnisrétt í stóru söngvakeppninni á vegum Samfés í maí.

SamAust er er undankeppni fyrir stóru Söngvakeppni Samfés, öðru nafni SamFestingurinn.

Lesa meira

Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

28.03.2025 Atomic Cup og Skíðamót Íslands í alpagreinum í Oddsskarði

Atomic Cup mótaröðin hófst þriðjudaginn 25. mars í Oddsskarði með miklum glæsibrag. Keppt hefur verið í tveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum og tveimur alþjóðlegum svigmótum í bæði karla- og kvennaflokki í vikunni. Veðrið hefur verið frábært og aðstæður til keppni til fyrirmyndar.

Lesa meira

Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar

10.03.2025 Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar

Úthlutunarathöfn Sterks Stöðvarfjarðar verður haldinn í 4. sinn miðvikudaginn 12.mars klukkan 17:30 í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar (Salthúsmarkaðurinn) í ár fá 15 verkefni styrk.

Stöðfirskt bakkelsi og kaffi í boði.

Öll velkomin

Lesa meira