mobile navigation trigger mobile search trigger

SLÖKKVILIÐ FJARÐABYGGÐAR

Höfuðstöðvar liðsins eru í öryggismiðstöð / slökkvistöð að Hrauni 2 við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Við þjónustustörf er hópur atvinnumanna og hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Að auki eru útstöðvar á Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal, en á þessum stöðvum er ekki dagleg starfsemi. 

Í fastaliði slökkviliðsins eru um 70 manns. Auk slökkvistarfa og eldvarnareftirlits sér slökkviliðið um alla sjúkraflutninga í Fjarðabyggð og eru bæði slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á sólarhringsvakt. Sjúkrabílar eru staðsettir á Hrauni við Reyðarfjörð, á Norðfirði, Fáskrúðsfirði og í Breiðdal. Tækjakostur liðsins er góður og í stöðugri endurnýjun. Símanúmer í slökkvistöð er 470 9080.

112 NEYÐARLÍNAN

Lögregla, slökkvilið, sjúkraflutingar, björgunarsveitir, almannavarnir, barnavernd, landhelgisgæslan og vakstöð siglinga.

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Júlíus Albert Albertsson Slökkviliðsstjóri - julius@fjardabyggd.is 
s. 470-9081

Indriði Margeirsson - Aðalvarðstjóri - indridi@fjardabyggd.is