Ragnar Sigurðsson
Formaður bæjarráðs (D)
Bæjarstjóri situr fundi í bæjarráði með málfrelsis og tillögurétt, en atkvæðisrétt hefur hann því aðeins að hann sé bæjarfulltrúi og kjörinn í bæjarráð. Bæjarritari situr einnig fundi bæjarráðs og ritar fundargerðir þess. Aðrir starfsmenn bæjarins sitja fundi bæjarráðs eftir því sem málefni gefa tilefni til.
Bæjarráð skal að jafnaði funda einu sinni í viku. Aukafund skal halda, ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða að minnsta kosti tveir bæjarráðsmenn óska þess. Fundartímar bæjarráðs eru á mánudagsmorgnum og hefjast þeir alla jafna kl. 8:30. Fundir eru haldnir á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði. Bæjarstjóri undirbýr bæjarráðsfundi í samráði við formann bæjarráðs og sér um að bæjarráð sé boðað til fundar með réttum fyrirvara.