- Stefnumörkun í menningarmálum.
- Stjórn menningarstofu Fjarðabyggðar.
- Auglýsingar og úthlutun styrkja til menningarmála.
- Samstarf við aðila sem vinna að menningarmálum í landshlutanum, svo sem Austurbrú og menningarmiðstöðvar á Austurlandi. Jafnframt að leita samstarfs við aðra aðila innanlands og utan um aðgerðir til að efla menningarstarf í sveitarfélaginu.
- Ábyrgð á samræmingu og samningum við forsvarsmenn skipulagðra viðburða og bæjarhátíða, hátíðarhalda auk annarra skipulagðra viðburða.
- Ábyrgð á söguritun og aðgerðum bæjarins til að varðveita menningararf sveitarfélagsins.
Stjórn Menningarstofu
Stjórn Menningarstofu skipa þrír fulltrúar og jafn margir til vara.

Stjórn menningarstofu fer með eftirtalin verkefni:
- Stefnumörkun í safnastarfsemi Fjarðabyggðar.
- Umsjón með rekstri minjasafna Fjarðabyggðar, þar með töldum samningum um þjónustu safnanna.
- Ábyrgð á samstarfssamningum við söfn með sjálfstæðar stjórnir.
- Málefni minjasafna sbr. safnalög 141/2011 og málefni skjalasafna sbr. lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

Jón Björn Hákonarson
Formaður (B)

Guðbjörg Sandra Hjelm
Varaformaður (D)

Arndís Bára Pétursdóttir
Aðalmaður (L)
Síðast uppfært: 12.08.2025