Fara í efni

Bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jóna hóf störf sem bæjarstjóri 1. apríl 2023.

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsliðs stjórnsýslunnar og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Bæjarstjóri kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur bæjarstjóri rétt til setu á fundum ráða bæjarins með sömu réttindum.

Jóna Árný kemur frá Norðfirði og hefur víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Hún er löggiltur endurskoðandi og starfaði sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-2008, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár, síðan önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014. 

Bæjarstjóri er með viðtalstíma á þriðjudögum frá klukkan 10:00 til 12:00. Hægt er að bóka tíma með því að senfa póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is  eða í síma 470-9000.

 

Sendu póst á bæjarstjóra

Síðast uppfært: 08.10.2025