mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2015

Litlar skóflur og stórar

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla á Neseyri í dag. Mun fleiri skóflur komu við sögu en venja er, þar sem leikskólabörnum á Sólvöllum var boðið að koma og leggja fullorðna fólkinu lið. 

Litlar skóflur og stórar
Samstilltur hópur tekur fyrstu skóflustungurnar að nýjum leikskóla á Neseyri í Neskaupstað. Myndir: Pétur Sörensson

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla á Neseyri í dag. Mun fleiri skóflur komu við sögu en venja er, þar sem leikskólabörnum á Sólvöllum var boðið að koma og leggja fullorðna fólkinu lið.

Mátti á þeim Jóni Birni Hákonarsyni, forseta bæjarstjórnar, Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra og Guðgeiri Sigurjónssyni, VHE, glöggt sjá að þeir kunnu liðveislu smávaxna aðstoðarfólksins afar vel, sem hafði spánýjar skóflur meðferðis og mikla framkvæmdagleði. Það var því í senn fjölmennur og glaðvær hópur sem mundaði skóflur af öllum stærðum og gerðum í samstilltu átaki á Neseyri í dag.

Að skóflustungunum loknum var röðin komin að stórvirkari aðferðum. Fékk bæjarstjóri þann heiður að marka formlegt upphaf framkvæmdarinnar með því að grafa fyrstu vélskófluna og naut Páll Björgvin aðstoðar VHE, verktaka byggingarinnar, við stjórn gröfunnar. Í tilefni dagsins voru einnig sungin nokkur lög og sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson flutti framkvæmdunum heillabæn. Í lokin var svo boðið upp á smá hressingu.

Áætlaður framkvæmdatími er hálft annað ár og er gert ráð fyrir að nýr leikskóli verði tekinn í notkun í ágúst 2016, en legið hefur fyrir um nokkurt skeið að fjölga þyrfti leikskólaplássum umtalsvert á Norðfirði. Framkvæmdakostnaður er áætlaður um 500 millj. kr. P Ark teiknistofa sá um hönnun. 

Fleiri myndir:
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar
Litlar skóflur og stórar