mobile navigation trigger mobile search trigger
10.04.2017

173. fundur eigna- skipulags- og umhverfisnefndar

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173. fundur  

haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,

10. apríl 2017 og hófst hann kl. 15:30 

Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Valur Sveinsson embættismaður og Marinó Stefánsson embættismaður.

Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson

Dagskrá:

1.

1703068 - Seeds 2017

Samningur við Seeds samtökin sumar 2017. Samtökin og sveitarfélagið gera með sér samkomulag um að vinna að þremur megin verkefnum: Slátt á lúpínu í friðlöndum, stikun gönguleiða saman með Ferðafélagi fjarðamanna og upprætingu ágengra tegunda í Rafstöðugilinu Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning við SEEDS.

2.

1701232 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017

Refa- og minkaveiði í Fjarðabyggð 2017. Fyrirkomulag fyrri ára og veiðitímabilið á komandi ári, grenjavinnsla skal fara fram á tímabilinu 1. maí - 30. júní. Endurnýja þarf samninga við minka- og refaveiðimenn til að vinna greni fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 á grenjavinnsla að fara fram á tímabilinu 1. maí til 31. júní ár hvert. Á þessum tíma mega þeir einir sem samning hafa við sveitarfélagið vinna mink og ref. Grenjavinnsla annarra en samningsbundinna veiðimanna er með öllu óheimil og getur í raun spillt fyrir þeim sem ráðnir eru til verksins. Auglýsa þarf eftir veiðimönnum eigi síðar en 10.-16. apríl.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.

3.

1606146 - Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Fjarðabyggð og sveitarfélög á Austurlandi fengu styrk úr Orkusjóði í kjölfar umsóknar Austurbrúar um styrk til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Úthlutað var til verkefnisins 7,5 milljónum sem að eru eyrnamerkt 13 venjulegum hleðslustöðvum. Það liggur fyrir að Fjarðabyggð fái pening fyrir 5 stöðvum sem ákveða þarf hvar setja skal niður.
Lagt fram minniblað verkefnastjóra umhverfismála um staðsetningar á rafhleðslustöðum dags. 30. mars 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að meginn lína á staðsetningum hleðslustöðva verði við verslanir utan Stöðvarfjarðar þar verið hleðslustöð sett við Steinasafn Petru. Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram.

 

4.

1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi

Lagt fram bréf Benedikts Stefánssonar fh. Egersund Ísland ehf, dagsett 22. febrúar 2017, vegna höfnunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á að dúkklæðning verði notuð sem yrsta byrði stálgrindarhúss sem fyrirtækið hyggst reisa á lóð sinni að Strandgötu 12 á Eskifirði. Lögð fram yfirlýsing O.B.Wilk AS, dagsett 22. febrúar 2017, um notkun dúks sem varanlegs ysta byrðis veggja. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 10. mars 2017, vegna byggingaráforma á dúkklæddu stálgrindarhúsi. Lagður fram póstur Benedikts Stefánssonar fh. Egersund Ísland ehf, dagsett 31. mars 2017, þar sem óskað er eftir að byggja á lóðinni dúkklætt stálgrindarhús til fimm ára, að þeim tíma linum yrði stálgrindin klædd yleiningum.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að dúkklæðning verði notuð til fimm ára og að þeim tíma liðnum verði húsið klætt með yleiningum. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

5.

1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999

Lögð fram umsögn Lögreglustjóra Austurlands vegna lögreglusamþykktar fyrir Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð til samræmis við drög til umsagnar og ábendingar lögreglustjóra Austurlands. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kanna með tengls við búfé og leggja fyrir nefndina að nýju

6.

1703090 - Grjótnáma Kappeyri

Lögð fram umsókn hafnarstjóra Fjarðabyggðarhafna um leyfi til grjótvinnslu í landi Kappeyrar í Fáskrúðsfirði. Áætluð efnisþörf er um 2.000 m3. Samþykki landeiganda og ábúanda liggur fyrir.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 verð breytt þannig að gert sé ráð fyrir efnistöku í landi Kappeyrar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar

7.

1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.

Lagðar fram til kynningar og umræðu reglur vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð ásamt ferli umsagna vegna sölu gistinga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju í endanlegri mynd.

8.

1603068 - 730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi

Lagt fram bréf Magnúsar Helgasonar fh. Launafls ehf, dagsett 3. apríl 2017, Þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðuleyfinu til 12 mánaða.

9.

1703137 - 204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög),

Frumvarpið fjallar um hlutverk Umhverfisstofnunar og margvíslegt hlutverk hennar. Mikilvægt er hlutverk Umhverfisstofnunar verði samþætt og tiltekið með skýrari hætti í löggjöf um stofnunina. Umsagnarfrestur er til 31.mars nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að kanna með umsagnarfrest og kona athugasemdum nefndarinna á framfæri

10.

1703219 - 730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi - útisvæði

Lagt fram bréf Árna Más Valdimarssonar fh. Sesam ehf / Sesam Brauðhús, dagsett 31. mars 2017 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja skjólvegg við hellulagt svæði norðan húss fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að setja upp skilti við n-a horn lóðarinnar og að Fjarðabyggð komi fyrir bekkjum með borðum og rusladalli á grassvæði norðan lóðarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu skjólveggar og skiltis að undangenginni stækkun lóðar. Nefndi felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um stækkun lóðar. Frágangur á grassvæði verði í samráði við sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.

11.

1703205 - Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland

Framlagt erindi Sambands sveitarfélaga um mögulega þátttöku sveitarfélaga á Austurlandi við gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland. Vísað til frekari umræðu samhliða umfjöllun um skýrslu um húsnæðismarkaðinn í Fjarðabyggð sem er í vinnslu Capacent.
Bæjarráð vísar máli til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar og félagsmálanefndar til umfjöllunar og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla um málið á næsta fundi

12.

1703190 - 307.mál til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld),

Framlagt frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Fjallar um heimild til að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum hennar, þ.m.t. á þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 11. apríl nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á umræddum lögum.

13.

1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð

Unnið hefur verið að útfærslu skipulags þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar frá því síðla árs 2015. Starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar er að halda utan um starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva. Verkefni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar eru víðtæk og veita stofnunum sveitarfélagsins þjónustu. Lagt fram til kynningar drög að skipuriti og skipulagi fyrir þjónustu- og framvæmdamiðstöð. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi drög.
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.

14.

1703202 - Minnisvarði um sveitarsamkomur í Norðfjarðarsveit

Framlagt erindi Egils Rauða um gerð minningarskiltis um sveitasamkomur er haldnar voru á árum áður í Kirkjubólsteigi í Norðfirði. Leitað er eftir heimild til uppsetningar skiltis og skipulags útivistarsvæðis.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar felur umhverfisstjóra að ræða við forráðamenn Egils Rauða.

15.

1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir

Fundargerð frá fyrsta verkhönnunarfundi ofanflóðavarna við Urðarbotn og Sniðgil lögð fram til kynningar

15.

1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir

Fundargerð frá verkfundi nr. 2 við ofanflóðavarnir við Ljósá Eskifirði lögð fram til kynningar.
Verkið gengur ágætlega, lögð er áhersla á vinnu við brúarsmíði á Strandgötu.


Vegna fréttaflutnings Austurfréttar 7. apríl 2017 um að hótelbyggingu hafi verið hafnað á Stöðvarfirði vill eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd árétta eftirfarandi: Ekki var sótt um byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu heldur óskað eftir afstöðu nefndarinnar varðandi hugsanlega hækkun hússins um 2 hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á 2 hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er. Nefndin taldi og bókaði að stækkun, hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmdist ekki skipulagsskilmálum lóðarinnar eins og þeir eru í dag. Með því var ekki tekin afstaða gegn áformunum heldur sýnt að breyta þyrfti skipulagsskilmálum ef af framkvæmdunum ætti að verða. Því er fréttaflutningur Austurfréttar ekki í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 170. fundi hennar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00