Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 173. fundur
haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
10. apríl 2017 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu Jón Björn Hákonarson formaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson varaformaður, Valur Sveinsson embættismaður og Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði Marinó Stefánsson
Dagskrá:
1. |
1703068 - Seeds 2017 |
|
Samningur við Seeds samtökin sumar 2017. Samtökin og sveitarfélagið gera með sér samkomulag um að vinna að þremur megin verkefnum: Slátt á lúpínu í friðlöndum, stikun gönguleiða saman með Ferðafélagi fjarðamanna og upprætingu ágengra tegunda í Rafstöðugilinu Reyðarfirði. |
||
2. |
1701232 - Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017 |
|
Refa- og minkaveiði í Fjarðabyggð 2017. Fyrirkomulag fyrri ára og veiðitímabilið á komandi ári, grenjavinnsla skal fara fram á tímabilinu 1. maí - 30. júní. Endurnýja þarf samninga við minka- og refaveiðimenn til að vinna greni fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 á grenjavinnsla að fara fram á tímabilinu 1. maí til 31. júní ár hvert. Á þessum tíma mega þeir einir sem samning hafa við sveitarfélagið vinna mink og ref. Grenjavinnsla annarra en samningsbundinna veiðimanna er með öllu óheimil og getur í raun spillt fyrir þeim sem ráðnir eru til verksins. Auglýsa þarf eftir veiðimönnum eigi síðar en 10.-16. apríl. |
||
3. |
1606146 - Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla |
|
Fjarðabyggð og sveitarfélög á Austurlandi fengu styrk úr Orkusjóði í kjölfar umsóknar Austurbrúar um styrk til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Úthlutað var til verkefnisins 7,5 milljónum sem að eru eyrnamerkt 13 venjulegum hleðslustöðvum. Það liggur fyrir að Fjarðabyggð fái pening fyrir 5 stöðvum sem ákveða þarf hvar setja skal niður. |
||
|
||
4. |
1701186 - 735 Strandgata 12 - stálgrindarhús - byggingarleyfi |
|
Lagt fram bréf Benedikts Stefánssonar fh. Egersund Ísland ehf, dagsett 22. febrúar 2017, vegna höfnunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á að dúkklæðning verði notuð sem yrsta byrði stálgrindarhúss sem fyrirtækið hyggst reisa á lóð sinni að Strandgötu 12 á Eskifirði. Lögð fram yfirlýsing O.B.Wilk AS, dagsett 22. febrúar 2017, um notkun dúks sem varanlegs ysta byrðis veggja. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 10. mars 2017, vegna byggingaráforma á dúkklæddu stálgrindarhúsi. Lagður fram póstur Benedikts Stefánssonar fh. Egersund Ísland ehf, dagsett 31. mars 2017, þar sem óskað er eftir að byggja á lóðinni dúkklætt stálgrindarhús til fimm ára, að þeim tíma linum yrði stálgrindin klædd yleiningum. |
||
5. |
1602082 - Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999 |
|
Lögð fram umsögn Lögreglustjóra Austurlands vegna lögreglusamþykktar fyrir Fjarðabyggð. |
||
6. |
1703090 - Grjótnáma Kappeyri |
|
Lögð fram umsókn hafnarstjóra Fjarðabyggðarhafna um leyfi til grjótvinnslu í landi Kappeyrar í Fáskrúðsfirði. Áætluð efnisþörf er um 2.000 m3. Samþykki landeiganda og ábúanda liggur fyrir. |
||
7. |
1611016 - Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl. |
|
Lagðar fram til kynningar og umræðu reglur vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð ásamt ferli umsagna vegna sölu gistinga. |
||
8. |
1603068 - 730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi |
|
Lagt fram bréf Magnúsar Helgasonar fh. Launafls ehf, dagsett 3. apríl 2017, Þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3. |
||
9. |
1703137 - 204.mál til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), |
|
Frumvarpið fjallar um hlutverk Umhverfisstofnunar og margvíslegt hlutverk hennar. Mikilvægt er hlutverk Umhverfisstofnunar verði samþætt og tiltekið með skýrari hætti í löggjöf um stofnunina. Umsagnarfrestur er til 31.mars nk. |
||
10. |
1703219 - 730 Hafnargata 1 - byggingarleyfi - útisvæði |
|
Lagt fram bréf Árna Más Valdimarssonar fh. Sesam ehf / Sesam Brauðhús, dagsett 31. mars 2017 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja skjólvegg við hellulagt svæði norðan húss fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Reyðarfirði. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að setja upp skilti við n-a horn lóðarinnar og að Fjarðabyggð komi fyrir bekkjum með borðum og rusladalli á grassvæði norðan lóðarinnar. |
||
11. |
1703205 - Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland |
|
Framlagt erindi Sambands sveitarfélaga um mögulega þátttöku sveitarfélaga á Austurlandi við gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland. Vísað til frekari umræðu samhliða umfjöllun um skýrslu um húsnæðismarkaðinn í Fjarðabyggð sem er í vinnslu Capacent. |
||
12. |
1703190 - 307.mál til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), |
|
Framlagt frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Fjallar um heimild til að setja reglur um notkun stöðureita og gjaldtöku fyrir hana á landi í umráðum hennar, þ.m.t. á þjóðlendum innan marka sveitarfélagsins. Umsagnir þurfa að berast eigi síðar en 11. apríl nk. |
||
13. |
1609128 - Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð |
|
Unnið hefur verið að útfærslu skipulags þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar frá því síðla árs 2015. Starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar er að halda utan um starfsemi hafna og þjónustumiðstöðva. Verkefni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar eru víðtæk og veita stofnunum sveitarfélagsins þjónustu. Lagt fram til kynningar drög að skipuriti og skipulagi fyrir þjónustu- og framvæmdamiðstöð. Bæjarráð hefur staðfest fyrirliggjandi drög. |
||
14. |
1703202 - Minnisvarði um sveitarsamkomur í Norðfjarðarsveit |
|
Framlagt erindi Egils Rauða um gerð minningarskiltis um sveitasamkomur er haldnar voru á árum áður í Kirkjubólsteigi í Norðfirði. Leitað er eftir heimild til uppsetningar skiltis og skipulags útivistarsvæðis. |
||
15. |
1606084 - 740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir |
|
Fundargerð frá fyrsta verkhönnunarfundi ofanflóðavarna við Urðarbotn og Sniðgil lögð fram til kynningar |
||
15. |
1602108 - Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir |
|
Fundargerð frá verkfundi nr. 2 við ofanflóðavarnir við Ljósá Eskifirði lögð fram til kynningar. |
||
Vegna fréttaflutnings Austurfréttar 7. apríl 2017 um að hótelbyggingu hafi verið hafnað á Stöðvarfirði vill eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd árétta eftirfarandi: Ekki var sótt um byggingarleyfi fyrir hótelbyggingu heldur óskað eftir afstöðu nefndarinnar varðandi hugsanlega hækkun hússins um 2 hæðir fyrir 40 herbergja gistirými með veitingasal á 2 hæðum, bílakjallara, lager, litla verslun og þvottahús á hæðinni sem fyrir er. Nefndin taldi og bókaði að stækkun, hússins og rekstur gistingar og veitingasalar samræmdist ekki skipulagsskilmálum lóðarinnar eins og þeir eru í dag. Með því var ekki tekin afstaða gegn áformunum heldur sýnt að breyta þyrfti skipulagsskilmálum ef af framkvæmdunum ætti að verða. Því er fréttaflutningur Austurfréttar ekki í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 170. fundi hennar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00