mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2015

426. fundur bæjarráðs

Bæjarráð - 426. fundur  

haldinn í Molanum fundarherbergi 3, mánudaginn 27. apríl 2015

og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu Jens Garðar Helgason formaður, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson bæjarritari er jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1.

1402073 - Nýr vefur Fjarðabyggðar opnaður

Þennan lið dagskrár sátu markaðs- og kynningarfulltrúi og forstöðumaður stjórnsýslu.  Nýr vefur Fjarðabyggðar opnaður með formlegum hætti og kynntur fyrir bæjarráði.  Bæjarráð fagnar nýjum vef. Í vinnslu er ensk útgáfa af ferðaþjónustuvef sem verður opnaður í framhaldinu.

 

2.

1503202 - Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2014

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Ársreikningur til umræðu í bæjarráði milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn. Umræða tekin um ársreikninginn og einstaka þætti hans. Síðari umræða verður 30. apríl 2015.

 

3.

1411075 - Fjarðabyggð til framtíðar

Þennan lið dagskrár sátu fjármálastjóri og fræðslustjóri. Kynningarfundir voru í síðustu viku á Reyðarfirði og í Neskaupstað þar sem niðurstöður vinnu ráðgjafa KPMG og Skólastofunnar voru kynntar fyrir íbúum. Farið yfir verkefnið og næstu skref.

 

4.

1504161 - Álagður tekjuskattur við álagningu opinberra gjalda gjaldaárið 2014

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Í bréfi ríkisskattstjóra er tilkynnt ákvörðun um endurskilgreiningu á skilgreiningu á félagsformi Rafveitu Reyðarfjarðar og fyrirhugaða hækkun tekjuskattshlutfalls úr 20% í 36% vegna rekstrarársins 2013. Fjármálastjóra falið að svara erindi Ríkisskattstjóra er varðar afturvirkni álagningar.

 

5.

1504149 - 691. mál. Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir)

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl. Lög þessi gilda um stjórn veiða íslenskra fiskiskipa á Norðaustur-Atlantshafsmakrílstofninum hvort sem veiðarnar eru stundaðar innan eða utan íslenskrar fiskveiðilandhelgi. Bæjarstjóra falið að vinna umsögn vegna frumvarpsins. Bæjarráð vísar umsögn vegna frumvarpsins til bæjarstjórnar.

 

6.

1504148 - 692. mál.Til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018),

Þennan lið dagskrár sat fjármálastjóri. Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012 (veiðigjald 2015 - 2018).  Bæjarstjóra falið að vinna umsögn vegna frumvarpsins. Bæjarráð vísar umsögn vegna frumvarpsins til bæjarstjórnar.

 

7.

1408022 - 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Ríkisstjórnin hvetur vinnuveitendur til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna, svo starfsmenn geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum sem áformuð eru þennan dag. Tilmælin beinast jafnt til vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum. Starfsmönnum Fjarðabyggðar verður veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Stofnanir sveitarfélagsins verða því lokaðar eftir hádegi 19. júní. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt. Bæjarritara falin útfærsla.

 

8.

1504164 - Hrossabeit í landi Kollaleiru

Bréf formanns Golfklúbbs Fjarðabyggðar er varðar hrossabeit í landi Kollaleiru og á golfvellinum.  vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

 

9.

1504147 - Kvikmyndatökur Pegasus og notkun bygginga í Fjarðabyggð

Framlögð beiðni frá Pegasus þar sem óskað er eftir afnotum af fasteigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði til gerðar 2.þáttaraðar af Fortitude. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir, fyrir sitt leyti, að verða við beiðni Pegasus um afnot af fasteigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði en vísar málinu til staðfestingar hafnarstjórnar. Jafnframt er vísað til bókunar bæjarráðs í máli 1504134 á síðasta fundi.

 

10.

1504128 - Nýting forkaupsréttar á Strandgötu 1a, Eskifirði

Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd erindi frá 15. apríl 2015, varðandi forkaupsrétt Fjarðabyggðar á eigninni að Strandgötu 1a, Eskifirði.  Nefndin hefur ákveðið að nýta sér ekki forkaupsréttinn að þessu sinni og vísaði máli til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að eigninni til samræmis við tillögu eign, skipulags- og umhverfisnefndar.

 

11.

1406060 - Samningur um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja

Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd drögum að samningi við Ármótasel ehf. um endurgjald vegna nýtingar jarðhita og mannvirkja sem eru inni í Eskifjarðardal sunnan ár. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt drögin og vísað þeim til afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

 

12.

1504143 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

Framlagt erindi frá Fljótsdalshéraði um verkefnislýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 og gerð deiliskipulags fyrir íbúðabyggð í landi Uppsala, norðan Egilsstaða. Framlagt og kynnt og vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

 

13.

1504117 - Arctic Service Hub - Málþing 2.júní

Farið yfir drög að dagskrá málþings um norðurslóðamál sem haldið verður 2. júní nk. í Fjarðabyggð. Vísað til hafnarstjórnar til umræðu og kynningar.

 

14.

1504075 - Ársfundarboð Norðurslóðanets Íslands 15. apríl 2015

Framlögð til kynningar fundargerð ársfundar Norðurslóðanets Íslands frá 15. apríl sl.

 

15.

1502135 - Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2015

Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja frá 13. apríl sl.

 

16.

1504012F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 117

Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 117 frá 20. apríl sl., lögð fram til kynningar.

 

17.

1504011F - Hafnarstjórn - 149

Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 149 frá 21. apríl sl., lögð fram til kynningar.

 

18.

1504013F - Menningar- og safnanefnd - 13

Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 13 frá 22.apríl sl., lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30.