Lærdómssamfélag um innra mat og gæðastarf í grunnskólum Fjarðabyggðar
13.08.2025
Stjórnendur grunnskólanna í Fjarðabyggð hittust á vinnufundi á Reyðarfirði þann 12. ágúst, megináherslan var á innra mat og gæðastarf. Undurbúningur þessarar vinnu hófst í upphafi árs en næstu þrjú skólaár verður lögð áhersla á uppbyggingu lærdómssamfélags um innra mat og gæðastarf, í samvinnu skólanna og innan hvers skóla.