Heimgreiðslur og dagforeldrar
Í byggðarkjörnum þar sem leikskólar eru með biðlista með börnum eldri en eins árs, standa foreldrum til boða foreldragreiðslur á meðan beðið er eftir plássi.
Í Fjarðabyggð eru ekki starfandi dagforeldrar eins og er, en miðað er við að börn geti hafið leikskólagöngu við eins árs aldur. Dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur, en ráðgjafi á Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýsingar til dagforeldra og foreldra þeirra barna sem eru í daggæslu hjá dagforeldrum. Daggæsla barna í heimahúsum er veitt samkvæmt reglugerð nr. 907/2005.

Síðast uppfært: 03.09.2025