Fara í efni

Skipulags- og byggingarmál

Skipulags- og framkvæmdasvið Fjarðabyggðar sér um stefnumótun og umsýslu á sviði skipulags- og byggingamála. Starfsemi sviðsins tekur mið af aðalskipulagi sveitarfélagsins og er ætlað að tryggja skipulega og samræmda þróun byggðar í Fjarðabyggð.

Skipulags- og framkvæmdasvið annast:

  • Eftirfylgni með gildandi aðalskipulagi
  • Gerð aðal- og deiliskipulags
  • Útgáfu skipulags- og byggingarleyfa
  • Eftirlit með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Fjarðabyggðar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.
Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulags- og byggingarfulltrúi er með viðtalstíma á þriðjudögum frá klukkan 13:00-14:00 og fimmtudögum frá klukkan 10:00-11:00.

 

Skipulagsstofnun staðfesti 28. apríl 2022 nýtt aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020-2040 og skrá yfir vegi í náttúru Íslands, sem samþykkt voru í bæjarstjórn 16. desember 2021. Við gildistöku aðal¬skipulagsins falla úr gildi aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 og aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030 ásamt síðari breytingum.

Hægt er að nálgast aðalskipulag Fjarðabyggðar hér

Svæðisskipulag Austurlands 2022–2044 var samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Austurlands þann 2. september 2022. Skipulagsstofnun staðfesti skipulagið þann 12. október sama ár. Það öðlaðist síðan gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 27. október.

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðamarka sveitarfélaga. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir stjórnvalda um nýtingu og vernd svæðisins. Skipulagið byggir á stefnu um skipulag haf- og strandsvæða. Við gerð þess ber að gæta samræmis við skipulag á landi.

  • Skipulagsgerð á strandsvæðum er ætlað að:
  • Stuðla að vernd og viðhaldi vistkerfa.
  • Veita grundvöll fyrir fjölbreytta nýtingu.
  • Draga úr árekstrum ólíkrar starfsemi.
  • Styðja við upplýsta ákvarðanatöku um framkvæmdir og starfsemi.

Strandsvæðisskipulag getur þannig falið í sér stefnu um nýtingu svæða, meðal annars til eldis eða ræktunar nytjastofna, efnistöku, náttúruverndar, samgönguleiða og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt.

Strandsvæðisskipulag leggur grunn að leyfisveitingum fyrir framkvæmdum og annarri starfsemi á því svæði sem skipulagið tekur til.

Gerð strandsvæðisskipulags
Strandsvæðisskipulag er unnið í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ráðherra skipulagsmála skipar svæðisráð sem ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráðsins. Í svæðisráði eiga sæti fulltrúar ráðherra umhverfis- og auðlindamála, ráðherra orkumála og ferðamála, ráðherra sjávarútvegsmála og ráðherra samgöngumála og einnig þrír fulltrúar aðliggjandi sveitarfélaga ásamt einum fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Strandsvæðisskipulagssjá

Gjaldskrá

1.   gr.

Byggingarleyfisgjöld.

1.1 Byggingarleyfi og gjald vegna tilkynningarskyldra bygginga.

Byggingarleyfisgjald  vegna  nýbyggingar  stærri  en  15  m2er  skipt  í  fast  gjald  og  gjald  fyrir hvern rúmmetra byggingar.

Innifalið  í  gjaldinu  er  lögboðin  meðferð  byggingarleyfisskyldra  erinda,  lóðarblað,  yfirferð teikninga, útsetning lóðar og byggingareits húss, öryggis- og lokaúttekt (eitt skipti á hvora) og eftirlit byggingarfulltrúa skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Tegund Verð
Rúmmetragjald fyrir byggingar stærri en 15 m2 234kr./m3
Byggingar 15-60 m2 123.327 kr.
Byggingar stærri en 60 m2 215.819 kr.
Yfirferð teikninga og umsýsla ( undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) 15.418 kr./klst.
Vinna byggingarfulltrúa (t.d. ef vinna er umfram innheimtu leyfisgjaldi) 22.121 kr./klst.
Gjöld vegna aðkeyptrar yfirferðar séruppdrátta samkvæmt reikningi
Meiri háttar framkvæmdir undanþegnar hefðbundinni gjaldtöku. 64.522 kr.
Niðurrif mannvirkja 30.831 kr.
Breyting á skráningu byggingar 30.831 kr.
Lágmarksgjald vegna móttöku byggingarleyfisumsóknar 15.417 kr.

Greiða   skal   byggingarleyfisgjald   fyrir   hverja   byggingarleyfisumsókn   sem   tekin   er   til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. 

Gjöld skv. 1. gr. eru óendurkræf þótt lóðarúthlutun og byggingarleyfi falli úr gildi.

1.2 Gjöld vegna stöðuleyfa.

Stöðuleyfisgjöld  eru  miðuð  við  hvern  fermetra  lausafjármunar.  Lágmarksviðmunarstærð stöðuleyfisgjalda  er  miðuð  við  15  m2.  Gjald  miðar  við  útgáfu  stöðuleyfis.  Stöðuleyfi  eru  að hámarki veitt til 12 mánaða í senn.

Tegund Verð
Stöðuleyfisgjald lausafjármuna 3.523 kr./m2

1.3 Leigugjöld á skipulögðum gámasvæðum, iðnaðarlóðum og dreifbýli

Tegund Verð - Miðað er við almanaksár
Leigugjald fyrir 0-15m2 eða minna (jafngildir 20 feta gámi), veitt til eins árs í senn 58.724 kr. á ári
Leigugjald fyrir 16-30 m2 (jafngildir 40 feta gám), veitt til eins árs í senn 97.873 kr. á ári

2.   gr.

Afgreiðslu- og þjónustugjöld.

2.1 Leyfisveitingar og úttektir.

Tegund Verð
Aðrar leyfisveitingar, úttektir og vottorð (vínveitingaleyfi, húsaleiguúttektir, umsagnir vegna rekstrarleyfa o.fl.) 30.830 kr.
Úttektir vegna byggingarstjóraskipta 30.830 kr.
Úttektir vegna meistaraskipta 30.830 kr.
Stöðuúttektir (undanþegin leyfisgjaldi í lið 1.1) 30.830 kr.
Lágmarksgjald vegna annarra leyfisveitinga 15.417 kr.

2.2 Afgreiðslur.

Tegund Verð
Afgreiðslur eignaskiptayfirlýsinga 61.664 kr.
Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, Samkvæmt reikningi Þjóðskrár
Breyting á lóðarleigusamningi að beiðni lóðarhafa 61.664 kr.
Umsýslugjald vegna lóðarúthlutunar 56.420 kr.
Umsýslugjald vegna stofnunar lóða 30.830 kr.
Gjald vegna kostnaðar ÞÍ vegna stofnunar lóðar Samkvæmt reikningi
Umsýslugjald vegna útsetningar lóðarmarka að beiðni lóðarhafa 15.417 kr.
Gjald vegna kostnaðar við lóðarútsetningu Samkvæmt reikningi
Efnistökuleyfi 40.126 kr.
Lágmarksgjald vegna annarra afgreiðslna 15.417 kr.

3. gr.

Meginreglur vegna breytinga á aðal- og/eða deiliskipulagi

Gjaldskráin  byggir  á  þeirri  meginreglu  að  aðili  sem  óskar  eftir  breytingu  á  aðal-  og/eða deiliskipulagi  skuli  greiða  þann  kostnað  sem  breytingin  hefur  í  för  með  sér.  Í  því  felst  að umsækjandi  greiðir  kostnað  vegna  nýrra  uppdrátta,  breytinga  á  uppdráttum,  auglýsinga  og kynninga  vegna  málsins.  Eigna-,  skipulags-  og  umhverfisnefnd  getur  ákveðið  að  falla  frá gjaldtöku  ef  skipulagsvinna  á  vegum  sveitarfélagsins  er  yfirstandandi  eða  fyrirhuguð  á svæðinu  eða  skipulagsáætlun  þarfnast  breytinga  af  öðrum  ástæðum,  enda  hafi  það  ekki  í  för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið. Ef  kostnaður  vegna  vinnu  skipulags-  og  byggingarfulltrúa  eða  aðkeyptrar  vinnu  er,  vegna umfangs,  verulega  umfram  viðmiðunargjald  verksins  er  heimilt  að  leggja  á  til  viðbótar tímagjald  skipulags-  og  byggingarfulltrúa  sem  er 15.417kr./klst.  eða  gjald  skv. reikningi.

Skilgreiningar:

Umsýslu-   og   auglýsingakostnaður: kostnaður   sveitarfélagsins   við   afgreiðslu   umsóknar, birtingar auglýsinga og annarrar umsýslu.Breytingarkostnaður: kostnaður  sem  fellur  til  innan  sveitarfélags  við  gerð  nýs  deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdrátta.

3.1 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.

Tegund Verð
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. 82.479 kr.

3.2 Kostnaður vegna deiliskipulags.

Tegund Verð
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Veruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 1. mgr. 43. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Óveruleg br. á deiliskipulagsuppdr., sbr. 2. mgr. 43. gr. Aðkeypt vinna samkvæmt reikningi.
Umsýslu- og auglýsingakostn., sbr. 2. mgr. 38. gr. og 1. og 2. mgr. 43. gr. 82.479 kr.

3.3 Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.

Tegund Verð
Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2021, viðmiðunargjald 178.158 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar framkvæmdir 74.219 kr.
Framkvæmdaleyfi – aðrar minni framkvæmdir 30.832 kr.
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi 15.417 kr.
Lágmarksgjald vegna annars kostnaðar við leyfisveitingar 15.417 kr.

4. gr.

Einingarverð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett fram með heimild í 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 ásamt heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1434/2023.

1. gr.

Almenn heimild.

Af  öllum  nýbyggingum  og  viðbyggingum  í  þéttbýli  í  Fjarðabyggð  skal  greiða  gatnagerðargjald 

samkvæmt samþykkt þessari, sbr. 12. gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.

2. gr.

Ráðstöfun gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjaldi  skal  varið  til  gatnagerðar  í  sveitarfélaginu  og  viðhalds  gatna  og  annarra 

gatnamannvirkja.

Tekjum sveitarfélagsins vegna byggingarleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og 

framkvæmdasviðs  skal  varið  til  að  standa  undir  hluta  kostnaðar  vegna  þjónustu    sveitarfélagsins 

við  lóðarhafa  og  byggingaraðila.  Stofngjöld  fráveitu  og  vatnsveitu  og  byggingarleyfisgjöld  eru 

innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.

3. gr.

Gjaldstofn gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald  er  tvíþætt.  Annars  vegar  er  það  vegna  nýrra  bygginga  og  hins  vegar  vegna 

stækkunar á eldra húsnæði.

Stofn  til  álagningar  gatnagerðargjalds  er  fermetrafjöldi  byggingar  á  tiltekinni  lóð  skv.  lágmarks 

nýtingarhlutfalli eða meira. Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:

  1. Þegar sveitarfélagið úthlutar lóð eða selur byggingarrétt á lóð er gatnagerðargjald 

    lagt  á  í  samræmi  við  fermetrafjölda  þeirrar  byggingar  sem  heimilt  er  að  reisa  á 

    viðkomandi   lóð   samkvæmt   gildandi   deiliskipulagi,   nýtingarhlutfall   skal   að 

    lágmarki vera 0,25.

  2.  Þegar gatnagerðargjald verður ekki lagt á skv. a-lið, eða ef byggingarleyfi er veitt 

    fyrir  stærri  byggingu  en  álagning  skv.  a-lið  var  upphaflega  miðuð  við,  er  við 

    útgáfu  byggingarleyfis  lagt  á  gatnagerðargjald  í  samræmi  við  fermetrafjölda 

    þeirrar byggingar sem byggingarleyfi tekur til.

Við álagningu skv. b-lið 2. mgr. skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum og 

  1. ÍST 50.

4. gr.

Útreikningur gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald  er  reiknað  út  frá  tilgreindu  nýtingarhlutfalli  lóðar  sbr.  3.  gr.  Sé  þess  óskað  að 

byggja  meira  en  nýtingarhlutfall  lóðar  segir  til  um  skal  greiða  gatnagerðargjald  miðað  við  það 

nýtingarhlutfall.

Sveitarstjórn  er  heimilt  í  sérstökum  tilvikum  að  hækka  eða  lækka  gatnagerðagjöld  á  einstökum 

lóðum eða svæðum, sbr. 6. gr. laga 153/2006.

Af  hverjum  fermetra  samkvæmt  skilgreindu  nýtingarhlutfalli  eða  af  fermetrafjölda  byggingar  sé 

hann hærri tala skal greiða ákveðinn hundraðshluta byggingarkostnaðar, pr. fermetra vísitöluhúss 

fjölbýlis, eins og hann er samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987

(301.745 kr./m2,) m.v. byggingarvísitölu fyrir október 2024. 

Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílageymslu 6,3 %

Par-, rað- og keðjuhús, með eða án bílageymslu 6,3 %

Fjölbýlishús með eða án bílageymslu ( fleiri en 6 íbúðir) 2,7%

Verslunar-, skrifstofu - og þjónustuhúsnæði 6,6 %

Iðnaðar- og geymsluhúsnæði 3,8 %

Gripahús í þéttbýli 3,8 % 

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir endurbyggingu, breytingu eða breyttri notkun húsnæðis þannig 

að hún færist í hærri gjaldflokk, sbr. 1. mgr. skal greiða gatnagerðargjald sem svarar til mismunar 

hærri og lægri gjaldflokksins. Lóðarhafi, eða byggingarleyfishafi þar sem það á við, á ekki rétt á 

endurgreiðslu ef bygging færist í lægri gjaldflokk við slíka breytingu. 

5. gr.

Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.

Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:

  1. Lagnakjallarar og aðrir gluggalausir kjallarar, sem aðeins er gengið í innan frá.

  2. Óeinangruð   smáhús,   minni   en   6   fermetrar.   Fyrir   stærri   hús   er   greitt   sama gatnagerðargjald og fyrir hesthús.

  3. Sameiginlegar bifreiðageymslur fyrir þrjár eða fleiri bifreiðar.

6. gr.

Sérstök lækkunarheimild gatnagerðargjalds.

Sveitarstjórn  er  heimilt  skv.  6.  gr.  laga  153/2006  að  lækka  eða  fella  niður  gatnagerðargjald  af 

einstökum  lóðum  í  sveitarfélaginu  við  sérstakar  aðstæður,  svo  sem  vegna  þéttingar  byggðar, 

atvinnuuppbyggingar, lítillar ásóknar í viðkomandi lóð eða eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.

7. gr.

Greiðsluskilmálar.

Gjalddagar gatnagerðargjalds skulu vera sem hér segir:

  1.  Við lóðarúthlutun skal greiða 50% gatnagerðargjalds. Hafi  ekki  verið  lagt  bundið  slitlag  á  viðkomandi  götu  við  lóðarúthlutun  skal  einungis  greiða 20% gjaldsins við lóðarúthlutun og 30% við lagningu bundins slitlags.

  2. Við útgáfu byggingarleyfis skal greiða 25%.

  3. Þegar hús er fokhelt skal greiða 25%.

Af  gjaldföllnu  gatnagerðargjaldi  skulu  greiðast  dráttarvextir,  skv.  ákvæðum  laga  nr.  38/2001  um vexti og verðtryggingu.   Eindagi gjalda skv. gjaldskrá þessari er 30 dögum eftir gjalddaga.  

Hafi  gjöldin  eigi  verið  greidd  fyrir  eindaga,  fellur  úthlutun  lóðarinnar  úr  gildi.    Umsækjandi lóðar,  sem  fengið  hefur  sömu  lóð  úthlutað  á  ný  og  greiðir  ekki  innan  greiðslufrests,  fær  ekki úthlutað lóð í þriðja sinn, nema fyrir liggi greiðsla gatnagerðargjalda.

8. gr.

Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds. Lögveðsréttur.

Lóðarhafi    leigulóðar    og    eigandi    eignarlóðar    ber    ábyrgð   á    greiðslu   gatnagerðargjalds. 

Gatnagerðargjald  er  ásamt  áföllnum  vöxtum  og  kostnaði  tryggt  með  lögveðsrétti  í  viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samnings- og aðfararveði.

9. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:

  1. Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.

  2. Ef  gatnagerðargjald  hefur  verið  greitt  í  tengslum  við  útgáfu  byggingarleyfis,  en  leyfið fellur úr gildi.

Gatnagerðargjald  skal  endurgreitt  innan  90  daga  ef  lóð  er  afturkölluð  skv.  a-lið.  Sama  gildir  um gatnagerðargjald  sem  lagt  hefur  verið  á  í  tengslum  við  útgáfu  byggingarleyfis,  sbr.  b-lið,  en  þá skal  gatnagerðargjald  endurgreitt  innan  90  daga  frá  því  að  byggingarleyfishafi  hefur  sannanlega krafist endurgreiðslu.

Gatnagerðargjald   skal   endurgreitt   og   verðbætt,   án   vaxta,   miðað   við   breytingu   á   vísitölu neysluverðs frá því lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðsludags.

Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr.153/2006.

10. gr.

Eldri samningar og skilmálar um gatnagerðargjöld.

Um  samninga  um  gatnagerðargjöld  af  tilteknum  lóðum,  sem  lóðarhafar  eða  lóðareigendur  hafa gert   við   Fjarðabyggð   fyrir   gildistöku   gjaldskrár   þessarar,   svo   og   skilmálar   varðandi gatnagerðargjöld,  sem  sveitarstjórn  hefur  sett  fyrir  sömu  tímamörk  og  lóðarhafi  og  lóðareigandi hefur undirgengist, fer eftir þágildandi gjaldskrám.

11. gr.

Einingarverð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett fram með heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald og öðlast gildi 1.   janúar   2025   eftir   birtingu   þessarar   auglýsingar.   Jafnframt   fellur   úr   gildi   gjaldskrá   nr. 1477/2022.

12. gr.

Afsláttur á árinu 2025.

Gefinn verður allt að 50 % afsláttur á gatnagerðagjöldum fyrir íbúðarlóðir á árinu 2025 en 75 % afsláttur á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík vegna byggðarsjónamiða.

Skilyrði fyrir veitingu afsláttar eru eftirfarandi:  

  • að lóðarumsókn eða viðbygging sé í skipulögðu eða byggðu hverfi.

  • að lokið hafi verið við lagningu allra heimæða og að yfirborð götu sé malbikað.

  • að byggingarframkvæmdir hefjist á árinu 2025.

  • að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarfélagið.

Skipulags- og framkvæmdanefnd er enn fremur heimilt að lækka eða fella niður gjöld vegna sér-hæfðs  félagslegs  húsnæðis,  svo  sem  sambýla  fyrir  fatlað  fólk,  þjónustuíbúða  fyrir  aldraða  og félagslegs leiguhúsnæðis enda sé slíkt húsnæði í eigu stofnana, félagasamtaka eða félaga sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Þinglýsa skal kvöð á umrætt húsnæði um að greiða skuli gatnagerðargjald af því ef það fellur af einhverjum ástæðum ekki lengur undir ákvæði þetta.

Síðast uppfært: 14.10.2025