Atvinna

Fjarðabyggðarhafnir eru í flokki öflugustu hafna á landinu enda kemur óvíða meiri fiskafli á land en í Fjarðabyggð. Fjarðabyggðarhafnir eru næststærsta höfn landsins, með tæplega þriðjung af öllum vöruútflutningi landsmanna og sú stærsta ef eingöngu er litið til útflutnings ál- og fiskafurða.
Ýmsum atvinnugreinum hefur vaxið fiskur um hrygg í Fjarðabyggð á undaförnum árum. Má þar nefna að mikil uppbygging hefur átt sér stað í laxeldi í fjörðum Fjarðabyggðar, og fjölmörg störf hafa orðið til í kringum þann iðnað. Í Neskaupstað var tekið í gagnið í árslok 2020 Samvinnuhúsið Múlinn sem er skrifstofu- og nýsköpunarklasi, þar sem hinum ýmsu fyrirtækjum og einstaklingum gefst tækifæri til að leigja skrifstofuhúsnæði.
Inni á ráðningarvef Fjarðabyggðar má sjá öll laus störf hjá sveitarfélaginu og á austurland.is og alfred.is má einnig finna störf sem eru í boði á Austurlandi.