Fara í efni

Menningarstofa

Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar árið 2017. Hlutverk stofunnar er að efla menningarlíf sveitarfélagsins, styðja við listamenn og menningarstarfsemi og tryggja öllum íbúum aðgengi að öflugu menningarstarfi.

Helstu verkefni Menningarstofu

Á facebook- og Instagramsíðu Menningarstofu er hægt að fylgjast með daglegu starfi Menningarstofu. 

Ef þú ert listamaður, menningarhópur eða hefur hugmynd að verkefni, þá erum við hér til að styðja við þig! Hafðu samband við okkur á netfangið menningarstofa@fjardabyggd.is til að fá ráðgjöf. 

Samstarfsverkefni

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungmennum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir og menningu í heimabyggð. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og hefur verið haldin á hverju hausti, síðan þá. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. 

Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur. BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungmennum er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir og menningu í heimabyggð. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í september 2018 og hefur verið haldin á hverju hausti, síðan þá. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. 

Bras

 

Upptakturinn á Austurlandi er árleg tónsmiðja sem fer fram yfir eina helgi í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði í samstarfi milli Studio Síló og Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Í smiðjunni fá krakkar í 5.-10. bekk að senda inn drög að tónverki sem þau semja sjálf og fá að vinna markvisst að hugmyndum sínum með aðstoð frá fagtónlistarfólki. Í framhaldi eru lögin tekin upp í Studio Síló og send áfram í Upptaktinn sem fer fram í Hörpu. Dómnefnd Upptaktsins velur svo einn ungan austfirskan tónsmið til áframhaldandi þátttöku í Upptaktinum í Hörpu, vinnustofum og tónleikum á Barnamenningarhátíð á vormánuðum.  

Markmið með Upptaktinum á Austurlandi eru fjórþætt:

  • Að styðja að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og unglinga á Austurlandi til að tjá sig með tónlistarsköpun og semja eigin tónlist óháð tónlistarstíl.
  • Að aðstoða börn og unglinga á Austurlandi við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina.
  • Að gefa börnum og unglingum á Austurlandi tækifæri á að fá leiðsögn frá austfirsku fagfólki og taka þátt í vinnustofu. Að safna saman tónverkum barna á Austurlandi og senda áfram í Upptaktinn í Hörpu þar sem dómnefnd velur eitt verk eða fleiri áfram til flutnings á tónleikum með fagfólki við kjöraðstæður í Hörpu. Þau sem komast áfram taka þátt í tónsmiðjum með nemum úr Listaháskóla Íslands og fagfólki í tónlist. 
     

Menningarstofa Fjarðabyggðar og Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði vinna náið saman að fjölbreyttum verkefnum ár hvert. Sem dæmi má nefna verkefni á borð við listamannadvalir í Þórsmörk, listasmiðjur fyrir börn og fullorðna og Upptaktinn á Austurlandi.  
Sköpunarmiðstöðin hefur verið burðarás í menningar- og samfélagslífi Fjarðabyggðar um árabil. Með opnu rými fyrir skapandi greinar, listamenn, gestavinnustofur og ýmis samfélagsverkefni hefur miðstöðin skapað vettvang fyrir nýsköpun, tengslamyndun og samfélagsþróun, bæði á staðnum og út á við. 

Fréttir af menningu

22.09.2025

BRAS í fullum gangi!

Haldin nú í áttunda skiptið er menningarhátíð BRAS. Markmið hátíðarinnar er að tryggja aðgengi og þátttöku barna og ungmenna á Austurlandi að list- og menningarviðburðum í heimabyggð.
19.09.2025

Þrjúhundruð nemendur skráðir í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar

Nú á haustönn eru hvorki meira né minna en þrjú hundruð nemendur skráðir í tónlistarnám við Tónlistarskóla Fjarðabyggðar.
16.09.2025

Kjarval á Austurland

Nemendur í 5. og 6. bekk Eskifjarðarskóla fengu þann heiður að taka þátt í listfræðsluverkefninu Kjarval á Austurlandi, sem er á vegum BRAS 2025 í samstarfi við Skaftfell – listamiðstöð Austurlands.
Síðast uppfært: 26.09.2025