Dagana 10.-17. október fara ýmsir viðburðir fram á Austurlandi sem eru tileinkaðir nýrri nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Nánari upplýsingar um hvern viðburð á austurbru.is og samfélagsmiðlum.
Föstudagur 10. október
Málstofa um geðheilsu kl. 12:00-14:00.
Salur Austurbrúar á Vonarlandi, Egilsstöðum.
Léttar veitingar í boði.
Opnun geðræktarmiðstöðvar kl. 15:00-16:00.
Starfsendurhæfing Austurlands, Egilsstöðum.
Laugardagur 11. október
Jógaganga/fjölskylduganga kl. 11:00-12:00
Náttúruganga þar sem lögð er áhersla á samveru fjölskyldunnar.
- Neskaupstaður: Gengið frá vitanum, Hrönn Grímsdóttir
- Egilsstaðir: Gengið frá Selskógi, Linda Pehrson
- Stöðvarfjörður: Gengið frá grunnskólanum, Solveig Friðriksdóttir
Sunnudagur 12. október
Kennslubókabrautir kl. 10:00-12:00
Vinnustofa fyrir 6-11 ára börn í íþróttahúsi Vopnafjarðar undir stjórn Sögu Unnsteins, listakonu. Opið hús í framhaldinu.
Dýradagur kl. 13:00-14:30
Bændur taka á móti fjölskyldum og leyfa þeim að hitta dýrin í sínu umhverfi.
- Hvannabrekka, Berufjörður
- Lynghóll, Skriðdalur
- Finnsstaðir, Eiðaþinghá
- Skorrastaður 3, Norðfjörður
- Refsstaður, Vopnafjörður
Miðvikudagur 15. október
Málþing: Öruggara Austurland
– Ofbeldi meðal og gegn börnum
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Föstudagur 17. október
Opnun geðræktarmiðstöðvar kl. 12:00-14:00.
Reyðarfjörður.