Fara í efni

Tilkynningar

Fréttir

22.10.2025

Starfshópur leggur fram tillögur um framtíð íþróttahúss á Eskifirði

Bæjarráð samþykkir að vinna áfram að kostnaðar- og verkáætlun á grunni nýbyggingar við sundlaugina. Starfshópur á vegum Fjarðabyggðar hefur lokið vinnu sinni við greiningu á stöðu og framtíð íþróttaaðstöðu á Eskifirði. Í niðurstöðum hópsins eru kynntar þrjár sviðsmyndir, þar sem metnir eru kostir og gallar mismunandi leiða til endurnýjunar eða nýbyggingar íþróttahússins.
22.10.2025

Glæsileg pólsk kvikmyndahátíð á Eskifirði

Fimmta pólsk kvikmyndahátíðin í Fjarðabyggð lauk um þar síðustu helgi með frábærri þátttöku og góðri stemningu. Fjölbreytt dagskrá, áhugaverðar kynningar og lifandi umræður einkenndu þessa einstöku hátíð sem haldin var í Valhöll á Eskifirði.
22.10.2025

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða í sameiginlegu átaki fyrir heilsu og velferð

Fjarðabyggð og Krabbameinsfélag Austfjarða hafa undirritað samning sem tryggir einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein ókeypis aðgang að sundlaugum og líkamsrækt á vegum sveitarfélagsins. Markmið samningsins er að styðja við einstaklinga sem glíma við krabbamein, efla forvarnir og stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum íbúa sveitarfélagsins.
20.10.2025

Menningar- og nýsköpunar- og háskólaráðherra heimsótti austfirskar menningar- og nýsköpunarmiðstöðvar

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, heimsótti Austurland 16. október síðastliðinn. Á ferðinni kynnti hann sér menningar- og nýsköpunarstarf á svæðinu og ræddi við fulltrúa sveitarfélaga og stofnana um framtíðarsýn í mennta- og menningarmálum á Austurlandi.

Viðburðir

30ágú

Sýningaropnun: Waiting for you to come eftir Ra Tack

Listasýningin Waiting for you to come eftir belgíska listmálarann Ra Tack opnar laugardaginn 30. ágúst kl. 15:00–18:00 í Þórsmörk, Þiljuvöllum 11, 740 Neskaupstað. Sýningin stendur til 31. október 2025.
14okt

Leiklistarævintýri bíður þín!

Í mars 2025 settu Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands og Leikfélag Norðfjarðar upp söngleikinn Heathers – sem hlaut frábærar viðtökur og sló rækilega í gegn. Nú horfum við fram á næsta ævintýri: í mars 2026 verður sett á svið nýtt og spennandi verk.
27okt

Dagar Myrkurs

Dagar myrkurs er hátíð sem haldin er stuttu eftir eða í kringum fyrsta vetrardag og hrekkjavöku.
Norðfjörður Mjóifjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalur

Fjarðabyggð

- Þú ert á góðum stað

Mjóifjörður 1 °C NNV 8 m/s
Norðfjörður 0 °C NV 1 m/s
Eskifjörður 0 °C V 9 m/s
Reyðarfjörður 0 °C N 3 m/s
Fáskrúðsfjörður 0 °C V 8 m/s
Stöðvarfjörður 1 °C VNV 4 m/s
Breiðdalur 0 °C NV 2 m/s

Nýr vefur sveitarfélagsins kominn í loftið

Vefurinn hefur verið í undirbúningi og vinnslu undanfarið rúmt. Við þróun á vefnum var meðal annars lögð áhersla á notendavæna og nútímalega hönnun, aðgengi, góða leit, lifandi miðlun og að vefurinn virki vel í öllum tækjum, einkum snjallsímum.

Þrátt fyrir að vefurinn sé formlega opinn þá er vinnu við nýjan vef ekki að fullu lokið og ýmis atriði enn í vinnslu og frekari þróun. Ef þið hafið hugmyndir fyrir vefinn eða sjáið eitthvað sem má betur fara þá væri vel þegið að fá ábendingar á netfangið vefumsjon@fjardabyggd.is.

Laus störf í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð leggur áherslu á að veita íbúum sveitarfélagsins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.

Starfsemi sveitarfélagsins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Inn á ráðningarvef Fjarðabyggðar má finna þau störf sem eru laus til umsóknar hverju sinni. 

Ráðningarvefur Fjarðabyggðar