Fara í efni

Tilkynningar

Fréttir

07.10.2025

Starfsfólk sótti námskeið í hugmyndafræðinni Merki um öryggi (Signs of Safety)

Starfsfólk félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð tóku nýverið þátt í námskeiði á Akureyri um hugmyndafræðina Merki um öryggi (Signs of Safety), sem er nú til innleiðingar á landsvísu í barnaverndarþjónustu. Kennarar á námskeiðinu voru þær Haley Muir og Ophelia Mac.
07.10.2025

Virk og áhrifarík þátttaka öldungaráðs Fjarðabyggðar í málefnum eldra fólks

Öldungaráð Fjarðabyggðar hefur síðastliðið ár eflt starfsemi sína verulega en hlutverk ráðsins er meðal annars að vera fjölskyldunefnd og bæjarstjórn til ráðgjafar í málefnum og hagsmunum íbúa 67 ára og eldri.
06.10.2025

Göngum í skólann - Gullskórinn afhentur í Grunnskólanum á Reyðarfirði

Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.
30.09.2025

Fulltrúar Fjarðabyggðar tóku þátt í Íslendingadögum í Gravelines

Um síðstliðna helgi fóru fram árlegir Íslendingadagar í Gravelines í Frakklandi, þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði til að heiðra tengslin milli Fáskrúðsfjarðar og íbúa Gravelines

Viðburðir

30ágú

Sýningaropnun: Waiting for you to come eftir Ra Tack

Listasýningin Waiting for you to come eftir belgíska listmálarann Ra Tack opnar laugardaginn 30. ágúst kl. 15:00–18:00 í Þórsmörk, Þiljuvöllum 11, 740 Neskaupstað. Sýningin stendur til 31. október 2025.
20sep

BRAS-að í áttunda sinn

Nú fer áttunda BRAS-hátíðin af stað og að venju verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir börn og ungmenni. Hátíðin er samstarfsverkefni fjölmargra aðila á Austurlandi – menningarmiðstöðva, skóla, stofnana, sveitarfélaga og Listar fyrir alla. Bras frá byrjun september til miðjan október.
10okt

Pólsk kvikmyndahátíð í Fjarðabyggð/

Fimmta pólska kvikmyndahátíðin í Fjarðabyggð bregst við atburðum samtímans jafnt sem hún varpar ljósi á nýjustu afrek pólskrar kvikmyndalistar. Hún endurómar einnig innlend málefni Póllands og alþjóðlega atburði sem móta daglegt líf okkar. Kvikmyndagerðarmenn deila sömu reynslu og við, oft með þeirri viðleitni að tjá tilfinningar sem við felum undir hversdagslegri rútínu, örugg í fjarlægðinni sem við teljum vernda okkur. En bjargar Ísland okkur virkilega frá því að vera hluti af þessum heimi?
Fjarðabyggð
- Þú ert á góðum stað
Mjóifjörður 6 °C SSV 8 m/s
Norðfjörður 2 °C V 3 m/s
Eskifjörður 0 °C NV 2 m/s
Reyðarfjörður -1 °C VNV 1 m/s
Fáskrúðsfjörður 1 °C NNA 1 m/s
Stöðvarfjörður 5 °C SV 4 m/s
Breiðdalur 5 °C S 1 m/s

Nýr vefur sveitarfélagsins kominn í loftið

Vefurinn hefur verið í undirbúningi og vinnslu undanfarið rúmt. Við þróun á vefnum var meðal annars lögð áhersla á notendavæna og nútímalega hönnun, aðgengi, góða leit, lifandi miðlun og að vefurinn virki vel í öllum tækjum, einkum snjallsímum.

Þrátt fyrir að vefurinn sé formlega opinn þá er vinnu við nýjan vef ekki að fullu lokið og ýmis atriði enn í vinnslu og frekari þróun. Ef þið hafið hugmyndir fyrir vefinn eða sjáið eitthvað sem má betur fara þá væri vel þegið að fá ábendingar á netfangið vefumsjon@fjardabyggd.is.

Laus störf í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð leggur áherslu á að veita íbúum sveitarfélagsins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.

Starfsemi sveitarfélagsins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Inn á ráðningarvef Fjarðabyggðar má finna þau störf sem eru laus til umsóknar hverju sinni. 

Ráðningarvefur Fjarðabyggðar