mobile navigation trigger mobile search trigger

Nýtt útilistaverk prýðir sementstankana á Reyðarfirði

07.08.2025 Nýtt útilistaverk prýðir sementstankana á Reyðarfirði

Listamaðurinn Stefán Óli Baldurson, einnig þekktur sem Mottan, hefur nú lagt lokahönd á glæsilegt listaverk á sementstönkunum á Reyðarfirði. Verkið markar upphaf átaks á útilistaverkum í Fjarðabyggð og er jafnframt það stærsta sem listamaðurinn hefur tekist á við hingað til, en tankarnir eru um 30 metra háir og 8 metrar í þvermál.

Lesa meira

Franskir dagar og afhending á bátnum Rex

23.07.2025 Franskir dagar og afhending á bátnum Rex

Franskir dagar voru settir á fimmtudaginn var, þegar Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri setti hátíðina að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfarið á setningunni var haldið í hina árlegu Kenderísgöngu, þar sem þáttakendur halda í smá óvissuferð um Fáskrúðsfjörð þar sem ýmislegt er á boðstólnum.

Lesa meira

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

26.05.2025 Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Sjómannadagurinn er sunnudaginn 1. júní og honum verður fagnað með fjölbreyttum hætti í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði um helgina. Dagskráin hefst í Neskaupstað á miðvikudaginn og fimmtudaginn á Eskifirði. Boðið verður upp á siglingar, skemmtidagskrár, dorgveiðikeppni og margt fleira.

Lesa meira

Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru

06.08.2025 Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru

Fjarðabyggð hyggst gera breytingar á skipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis á Hjallaleiru við botn Reyðarfjarðar.

Vegna þessara áforma kynnir sveitarfélagið lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis Nes 1. Til stendur að stækka austustu lóðirnar í deiliskipulaginu og hnika til lóðarmörkun nokkurra annarra lóða.

Lesa meira