Nýtt útilistaverk prýðir sementstankana á Reyðarfirði
07.08.2025
Listamaðurinn Stefán Óli Baldurson, einnig þekktur sem Mottan, hefur nú lagt lokahönd á glæsilegt listaverk á sementstönkunum á Reyðarfirði. Verkið markar upphaf átaks á útilistaverkum í Fjarðabyggð og er jafnframt það stærsta sem listamaðurinn hefur tekist á við hingað til, en tankarnir eru um 30 metra háir og 8 metrar í þvermál.