Ríkisstjórnin kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir sem miða að því að stemma stigu við hraðri útbreiðslu COVID – 19 á Íslandi. Þessar ráðstafanir taka gildi þann 23. desember og má kynna sér þær á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.
Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið munu ekki hafa áhrif á starfsemi grunnskóla eftir að þeir hefjast aftur að loknu jólafríi. Að sjálfsögðu verður hér eftir sem hingað til gætt sérstaklega vel að þrifum og sóttvörnum.
Þess vegna er gert er ráð fyrir að grunnskólar Fjarðabyggðar hefjist að nýju að loknu jólafríi þann 4. janúar nk. Verði breytingar á því verður það tilkynnt sérstaklega.