VINNUSKÓLI FJARÐABYGGÐAR OG SUMARSTÖRF
Vinnuskóli Fjarðabyggðar er fyrir ungt fólk búsett í Fjarðabyggð sem lokið hefur 8. og 9. bekk grunnskóla. Starfstími skólans frá júní og fram í ágúst eða um 11 vikur samtals. Hver nemandi starfar virka daga í 5 eða 6 vikur eftir aldri, frá kl. 08:00 - 12:00 Unglingar með lögheimili utan sveitarfélagsins þurfa að sækja sérstaklega um leyfi til þátttöku og verða umsóknir þeirra teknar til greina út frá fjölda umsókna.
14 ára getur valið um vinnu í fimm vikur - 4 vinnuvikur og 1 fræðsluvika á vegum sjávarútvegsskólans.
15 ára getur valið um vinnu í sex vikur - 5 vinnuvikur og 1 fræðsluvika. Boðið verður uppá fræðslu í lífsleikni
Vinnutími er frá 08:00- 12:00
Unglingar sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu hafa öll rétt til þátttöku í vinnuskólanum.
Frekari upplýsingar um Vinnuskólann veitir Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri, helga.b@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000
Athugið að sækja þarf um starfið í gegnum kennitölu barns, ekki foreldris.
Ungt fólk fætt 2005 og áður getur sótt um átta vikna sumarstarf í garðyrkjudeild.
- Vinna við grasslátt með orfi og sláttuvélum.
- Hirðing blóma- og runnabeða.
- Tyrfa.
- Hirða upp rusl og snyrta útisvæði.
- Hreinsun gangstétta.
- Hellulögn.
- Viðhald og merkingar göngustíga.
- Önnur verkefni
Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Björk Einarsdóttir, garðyrkjustjóri helga.b@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000