mobile navigation trigger mobile search trigger

BYGGINGARLÓÐIR

Umsóknir

Umsækjandi um byggingarlóð þarf að vera lögráða og hafa íslenska kennitölu. Greitt er fyrir lóðir samkvæmt gjaldskrá gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda og stofngjalda holræsa og vatnsveitu í Fjarðabyggð. Umsóknareyðublöð má nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar. Nánari upplýsingar um byggingarlóðir og forsendur lóðaúthlutana veitir skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar aron.beck@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.

Leiðbeiningar vegna umsóknar um byggingarlóð

Hægt er að sjá lausar lóðir á www.map.is/fjardabyggd með því að ýta á „Lausar lóðir“ í felli glugganum.

Til að sækja um byggingarlóð skal fara inná íbúagátt Fjarðabyggðar. Næst ýtt á innskrá, fyrir neðan þar sem stendur „Rafræn skilríki“ er slegið inn símanúmer viðkomandi og skráð inn með rafrænum skilríkjum. Næst er farið í „umsóknir“ sem er fyrir miðju, efst á síðunni. Þaðan undir lið 10; Umhverfis og skipulagssvið, er valið „Umsókn um byggingarlóð“. Þar er fyllt út það sem þarf og umsókn send inn.

Umsóknin berst þá til skipulagsfulltrúa sem fer yfir hana og gengur úr skugga um að allt sé í lagi. Skipulagsfulltrúi lætur útbúa lóðarblað fyrir umrædda lóð og leggur erindið fyrir fund hjá umhverfis- og skipulagsnefnd.

Nefndin fundar almennt á tveggja vikna fresti. Þegar umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt umsóknina vísar hún málinu áfram í bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.

Þegar bæjarráð hefur samþykkt lóðaúthlutunina tilkynnir skipulagsfulltrúi umsækjanda með svarbréfi ásamt lóðarblaði í tölvupósti að umsækjandi hafi fengið lóðina úthlutaða. Einnig sendir skipulagsfulltrúi reikning fyrir 20% gatnagerðagjalda (við lóðarúthlutun) og 30% fyrir bundið slitlag. Ef bundið slitlag er til staðar er reikningur sendur fyrir 50% gatnagerðargjalda (sjá gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Fjarðabyggð). Umsýslugjald er innheimt á þessu stigi. Ef lóðarhafi hættir við og skilar lóðinni fær hann gatnagerðargjöld endurgreidd að fullu en umsýslugjald er ekki endurgreitt. Nú getur umsækjandi klárað hönnun á mannvirkinu og sótt um byggingarleyfi innan sex mánaða frá dagsetningu lóðarúthlutunar (sjá Leiðbeiningar vegna umsóknar um byggingarleyfi).

Reglur um lóðaúthlutun í Fjarðabyggð:

https://www.fjardabyggd.is/Media/reglur-lodaruthlutanir-signed.pdf

Gjaldskrár má finna á vef Fjarðabyggðar undir „gjaldskrár“:

https://www.fjardabyggd.is/stjornsysla/fjarml-og-rekstur/gjaldskrar

Hægt að sjá lausar lóðir á:

www.map.is/fjardabyggd

Ferli umsóknar 

  • Umsókn berst skipulags- og byggingafulltrúa þar sem hún er yfirfarin, lóðarblað útbúið og gjöld framreiknuð.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur umsóknina til afgreiðslu og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Nefndin fundar að jafnaði hálfsmánaðarlega.
  • Bæjarráð tekur umsóknina til afgreiðslu á vikulegum fundum sínum.
  • Lóðarhafa tilkynnt um úthlutun og sent lóðarblað ásamt reikningi vegna gatnagerðagjalda og umsýslugjaldi vegna úthlutunar.
  • Lóð útsett þegar greiðsla gatnagerðagjalds hefur farið fram. 
  • Gerð lóðarleigusamnings.
  • Skila má umsóknum inn í gegnum íbúagátt , á bæjarskrifstofu eða þjónustugáttum bókasafna.