FJÁRHAGSÁÆTLUN
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar er lögð fram sem frumvarp fyrir bæjarstjórn. Um frumvarpið skulu fara fram tvær umræður og skulu í það minnsta líða tvær viku á milli fyrri umræðunnar og þeirrar síðari. Að umræðum loknum afgreiðir bæjarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs, ekki síðar en 15. desember ár hvert. Frumvarp til fjárhagsáætlunar viðkomandi árs stendur saman af tölulegum hluta sem inniheldur upplýsingar um A hluta bæjarsjóðs og samantekinn A og B hluta ásamt greinargerð. Í A hluta er Aðalsjóður auk eignasjóða. Í B hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og sorpstöð. Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar er unnin samkvæmt fjármálareglum og fjárhagslegum viðmiðum sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum.