Upplýsingasíða vegna framkvæmda við Ofanflóðavarnir í Neskaupstað neðan Nes- og Bakkagilja
Framkvæmdir fram að næsta verkfundi.
Verkefundur 23. október.
Áfram unnið við að moka ofan af klöpp og undirbúa fyrir sprengingar ofan við Drangagilsgarðinn og í efri keiluröð. Áfram unnið við að bora og sprengja. Sprengt er einu sinni til tvisvar í viku og er það gefið til kynna með hljóðmerki fimm mínútum áður. Unnið er við að leggja vinnuvegi um svæðið. Verið er að vinna í skeringum ofan við þvergarð, neðri keiluröð og efri keiluröð. Unnið er af krafti í neðri keiluröð að vestan verðu við að efnisskipta undir keilunum og mun það klárast á næstu dögum. Byrjað verður að grinda keilur í neðri keiluröð. Unnið er í drenskurðum og grafa og fyllingum undir ræsi er liggja í gegnum þvergarð. Byrjað er að grafa fyrir garðstæði þvergarðsins. Unnið er í vatnsrás frá Fólkvangi og inn að þvergarði. Unnið við ræsin í gegnum þvergarðinn, efnið í þau er að koma og verður gengið frá þeim um leið og efnið kemur. Uppsetning á vinnubúðum er í fullum gangi.
Verkefundur 9. október
Áfram unnið við að moka ofan af klöpp og undirbúa fyrir sprengingar. Áfram unnið við að bora og sprengja. Sprengt er einu sinni til tvisvar í viku og er það gefið til kynna með hljóðmerki fimm mínútum áður. Unnið er við að leggja vinnuvegi um svæðið. Verið er að vinna í skeringum ofan við þvergarð, neðri keiluröð og efri keiluröð. Unnið er af krafti í neðri keiluröð að vestan verðu við að efnisskipta undir keilunum dýpið á efnisskiptum er minnst þrír metrar og niður í sex metra dýpt. Unnið er í drenskurðum og grafa og fyllingum undir ræsi er liggja í gegnum þvergarð. Unnið er í vatnsrás frá Fólkvangi og inn að þvergarði.
Verkfundur 27. september 2024
Áfram unnið við að moka ofan af klöpp og undirbúa fyrir sprengingar. Ásamt því að unnið er við að bora og sprengja. Sprengt er tvisvar í viku og er það gefið til kynna með flauti fimm mínútum áður. Vinna við að leggja vinnuvegi um svæðið. Verið er að vinna í skeringum ofan við þvergarð, neðri keiluröð og efri keiluröð. Unnið er af krafti í neðri keiluröð að vestanverðu við að efnisskipta undir keilunum. Dýpið á efnisskiptum er minnst þrír metrar og niður í sex metra dýpt. Unnið er í drenskurðum og í fyllingum undir ræsi er liggja í gegnum þvergarð. Unnið verður í vatnsrás frá Fólkvangi og inn að þvergarði.
Tilhögun á byggingu snjóflóðavarnamannvirkjum fyrir ofan byggð í Neskaupstað undir Nes- og Bakkagili.
Um er að ræða gerð þvergarðs og tveggja raða af keilum (hér eftir kallað neðri keiluröð og efri keiluröð) og annarra mannvirkja sem eru hluti af verkinu, s.s. vega, stíga, slóða og vatnsrása fyrir ofanvatn/vatnaveitingar.
Þvergarðurinn og keilurnar eru í megin atriðum byggð upp á sama hátt. Hliðar sem snúa að fjallshlíðinni eru gerðar úr netgrindum fylltum með unnu bergi úr skeringum í framkvæmdinni eða námu. Hliðar sem snúa að byggðinni (bakhliðar) eru stoðfyllingar með breytilegum halla.
Bakhliðar eru byggðar úr skriðuefni úr skeringum og verða þær græddar upp með grassáningu þannig að góð binding fáist á jarðveginn og mannvirkin falli betur inn í umhverfið. Hluti hliða keila er úr sama grindaefni og framhliðarnar. Mikilvægt er að frágangur við varnarmannvirkin sé vandaður. Gönguleið verður upp á þvergarðinn frá hvorum enda og ein gönguleið að neðanverðu við miðjan garðinn. Útsýnisstaður verður á eystri hluta garðtopps. Toppur þvergarðsins er 5 m breiður og verður gönguleið eftir honum endilöngum. Öryggisgirðing verður flóðmegin á garðtoppi. Ekki er ætlast til að gengið verði upp á keilurnar. Garðurinn eru aðlagaður að landslaginu eins og kostur er og garðkrónunni gefið lítillega sveigt form til þess að milda ásýnd á hans.
Þvergarðurinn eins og hann var áætlaður upphaflega er um 730 m langur. Eftir að verkhönnun lauk var tekin ákvörðun um að lengja hann um 90 m til vesturs og verður hann því um 820 langur. Þvergarðurinn er 21,5 m hár þar sem hann er hæstur. Keilurnar eru 10 m langar í toppinn og hæðin er 10 m. Heildar rúmmál fyllingarefnis í garðinn og keilurnar er í heild áætlað um 600 þúsund rúmmetrar.
Frágangur og útfærslu á yfirborði skal framkvæma samkvæmt teikningum. Áhersla er lögð á að uppgræðsla sé unnin samhliða uppbyggingu varnarvirkjanna og allt yfirborð sem snýr að bænum verði lokað með gróðurþekju. Svarðlag af svæðinu skal safnað í upphafi verks og notað við frágang yfirborðs. Þar sem gert er ráð fyrir umframmagni af lífrænu efni eða skriðuefni sem ekki nýtist allt í uppbyggingu garða og keila, eru afmörkuð svæði þar sem land skal mótað með því efni. Á það aðallega við um svæði sem snúa að byggð en einnig til að fylla upp í hugsanleg námusvæði þar sem sótt verður grjót við Drangagilsgarð og garð undir Urðarbotnum. Í skeringar á bak við garða og keilur er gert ráð fyrir grassáningu án þess að leggja út svarðlag en í framhliðar og við enda mannvirkja skal leggja út svarðlag af svæðinu og sá í það. Á völdum stöðum skal þökuleggja.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði er mjög gróið land með ræktarlegum móum, lyngi og ýmis konar trjágróðri. Trjágróðurinn er ýmist sjálfsáinn eða gróðursettur m.a. sem hluti af skógræktarsvæði Hjallaskógar. Hluti af trjágróðrinum fer undir fyrirhuguð varnarvirki en áhersla er lögð á að varðveita gróðursamfélagið á svæðinu eins og hægt er. Á það sérstaklega við neðan við neðri keiluröð og ofan og austan við ofanvatnsrás þar sem hún fer út að Fólkvangi. Setja skal upp flagglínur til að varðveita sérstaklega valda gróðurlundi. Flagglínur eru á teikningum en hafa hugsanlega breyst eftir snjóflóðin í mars 2023 þar sem skógrækt skemmdist á nokkrum stöðum. Endanlega ákvörðun á verndun gróðurreita skal eiga sér stað áður en framkvæmdir hefjast og í samráði við hönnuði.
Framkvæmdir á mörkum Fólkvangs Neskaupstaðar mun þurfa framkvæmdaleyfi Umhverfisstofnunar. Við Fólkvanginn eru gerðar kröfur um vandaðan frágang og áhersla á að loka öllum röskuðum svæðum hratt og vel. Vinsælt er að ganga út í Fólkvang og skal þeirri gönguleið haldið opinni eða búa til hjáleið allan verktímann.
Gera skal áningarstaði á nokkrum stöðum. Stærsti áningarstaðurinn er við aðkomuveg frá Víðimýri með bílastæðum, upplýsingaskilti, grjóthleðslu, bekkjum og áningarborðum. Við göngustíg undir garði skal gera minni áningarstaði með grjóthleðslu og bekkjum.
Upp á þvergarð og á toppi hans skal gera göngustíg og setja niður varnargirðingu 1,25 m háa. Á toppi þvegarðs er gert ráð fyrir útsýnispalli úr timbri og stáli.
Á myndinni hér að neðan má sjá lokanir sem í gildi eru á framkvæmdartímanum merktar með rauðri línu.
Framkvæmdir á ofanflóðavörnum
Verkaupi: Fjarðabyggð
Umsjónaraðili verkaupa: Framkvæmdasýsla Ríkiseigna
Verktaki: Héraðsverk
Staðarstjóri verktaka er: Jón Egill Sveinsson
Verkstjóri: Viðar Hauksson
ÖHU fulltrúi verktaka er: Hafliði H. Hafliðason
Tæknimaður verktaka: Jón Egill Sveinsson
Ábyrgðaraðili verkkaupa er Svanur Freyr Árnason, Fjarðabyggð
Umsjónaraðili verkkaupa er Framkvæmdasýslan Ríkiseignir, Marinó Stefánsson.
Íbúar geta haft samband með því að senda á netfangið hhh@heradsverk.is eða senda ábendingu í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar