FJÖLSKYLDUSVIÐ
Fjölskyldusvið fer með málefni félagsþjónustu, barnaverndar, grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, æskulýðs- og íþróttamála og frístundamál barna og ungmenna.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs hefur yfirumsjón með faglegu starfi sviðsins, ásamt yfirmönnum fjögurra teyma á sviðinu. Þau eru fræðsluteymi, barnaverndar- og félagsþjónustuteymi, stoð- og stuðningsþjónustuteymi og æskulýðs- og íþróttateymi. Þessir aðilar hafa náið samstarf um mótun og framkvæmd á þeirri þjónustu sem fjölskyldusvið veitir.
Í barnavernd og félagsþjónustuteymi er lögð áhersla á að veita börnum, fjölskyldum og öðrum sem á þurfa að halda markvissa aðstoð og fræðslu. Áhersla er á að tryggja forvarnir og þjónustu á fyrstu stigum í samvinnu við skóla, heilsugæslu og önnur kerfi sem koma að þjónustunni. Sprettur er þverfaglegt forvarnar- og ráðgjafarteymi sem starfar þvert á kerfi og fundar teymið reglulega í öllum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.
Stoð- og stuðningsþjónustuteymið leggur áherslu á stuðning við einstaklinga á öllum aldri sem þurfa stuðning innan og utan heimilis. Stuðningsþjónusta var áður kölluð heimaþjónusta og er þetta aðstoð við verkefni innan og utan heimilis sem fólk þarf aðstoð við til að geta búið sjálfstætt og notið sjálfstæðis sem lengst. Stuðningsþjónusta er veitt þeim einstaklingum sem vegna fötlunar eða annars þurfa umfangsmeiri þjónustu við athafnir daglegs lífs og mögulega sértæk búsetuúrræði.
Fræðslumál heyra undir fræðslustjóra. Í fræðslumálum er leiðarljós fjölskyldusviðs að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir börn og ungmenni að njóta fræðslu og frístunda. Sveitarfélagið hefur sett sér það markmið að skólar í Fjarðabyggð séu í fremstu röð fyrir metnaðarfullt og framsækið skólastarf, árangursríkt samstarf við haghafa og hæft og drífandi starfsfólk.
Leiðarljós fjölskyldusviðs í íþrótta- og æskulýðsmálum er að Fjarðabyggð sé góður staður fyrir fólk á öllum aldri að njóta frístunda. Auk þess að byggja upp góða aðstöðu til íþróttaiðkunar og félagsstarfs ungmenna og stuðla að fjölbreyttu frístundastarfi, sinnir sviðið forvörnum.