mobile navigation trigger mobile search trigger

Skíðamiðstöðin Oddsskarði

Upplýsingar og opnunartími

Virkir daga. 16:00-19:00
Helgar. 10:00-16:00

Nánari upplýsingar um opnun er alltaf hægt að fá á Facebookasíðu Oddsskarðs.

Hægt er að kaupa kort í fjallið með því að smella hér.

Fréttir

7. janúar 2025

Lítill snjór er í fjallinu og ekki hægt að segja til um opnun eins og er. 

Vefmyndavél í Oddsskarði

Oddsskarð eða Austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins.  Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu.  Um páskána er haldið Páskafjör en þá er mikið um að vera í skarðinu og viðburðir af ýmsu tagi. 

Gjaldskrá

Tenglar á tengdar síður

SAGA SKÍÐAMIÐSTÖÐVARINNAR

Áður en Skíðamiðstöðin í Oddsskarði var byggð upp hafði Skíðadeild Þróttar í Neskaupstað yfir að ráða gömlum skíðaskála í Oddsdal en þar var einungis ævaforn togbraut og skálinn fyrst og fremst notaður þegar keppni á skíðum fór fram eða í nemendaferðum á vegum grunnskólans og gagnfræðaskólans í Neskaupstað.  Skíðaiðkun Norðfirðinga fór að mestu fram í Kúahjöllum ofan byggðar í Neskaupstað en þar var togbraut. 

Eskfirðingar voru einnig með togbraut nokkru neðan við núverandi skíðasvæði í Oddsskarði og var sú braut töluvert notuð á tímabili. Reyðfirðingar höfðu ekki eigið skíðasvæði fyrr en með tilkomu Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði en með tilkomu miðstöðvarinnar tóku Norðfirðingar, Eskfirðingar og Reyðfirðingar sig saman um að koma upp góðu skíðasvæði fyrir alla íbúa svæðisins. Gunnar Ólafsson, fyrrum skólastjóri Nesskóla, átti hugmyndina að núverandi staðsetningu skíðasvæðisins.

Núverandi aðstaða

Fyrsta lyftan var tekin í notkun árið 1980. Tíu árum síðar, árið 1990, var önnur lyfta tekin í notkun, þ.e. svokölluð topplyfta sem tekur við þar sem lyftu frá 1980 sleppir. Þar með var komin samfelld 1.257,9 metra lyfta en ferð með lyftunni byrjar í 513 metrum yfir sjávarmáli og þegar komið er upp á topp er viðkomandi kominn í 840 metra hæð yfir sjávarmáli. 1986 var tekin í notkun toglyfta í barnabrekku. Ný barnalyfta var tekin í notkun 1999 og leysti hún af hólmi gömlu toglyftuna.  Barnabrekkan kallast nú Sólskinsbrekka enda nýtur sólar þar fyrst á morgnana.

Skíðaskálinn var byggður árið 1986 af Róbert Jörgensen eftir teikningu Magnúsar Gunnarssonar. Í skálanum er veitingasala og hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi fyrir allt að 35 manns. Troðari var fyrst notaður á svæðinu 1988 og svæðið var flóðlýst 1994. Skíðasvæðið er viðurkennt af FÍS, alþjóða skíðasambandinu, og leyfilegt er að halda alþjóðleg skíðamót á svæðinu.