DAGFORELDRAR
Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru ekki starfandi dagforeldrar eins og er, en miðað er að því að daggæsla á leikskóla hefjist við 1 árs aldur barns.
Dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur, en ráðgjafi á Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra ásamt því að sjá um ráðgjöf og upplýsingar til dagforeldra og foreldra þeirra barna sem eru í daggæslu hjá dagforeldrum.
Til að sækja um daggæslu í heimahúsi hafa foreldrar beint samband við viðkomandi dagforeldri. Mikilvægt er að hafa samband við dagforeldra með góðum fyrirvara og gott getur verið að hafa samband við fleiri en eitt dagforeldri, t.d. ef barnið fer á biðlista.
Daggæsla barna í heimahúsum er veitt samkvæmt reglugerð nr. 907/2005.