Skipulags- og framkvæmdanefnd
Nefndin skal móta stefnu bæjarins í umhverfis- og loftlagsmálum, gróður og ásýndarmálum, skipulags- og byggingarmálum, samgöngu- og umferðaröryggismálum og málefnum tengdum meðferð úrgangs ásamt því sem hún fer með náttúruverndarmál. Með sama hætti mótar hún stefnu um framkvæmdir bæjarins, viðhaldsmál, veitur og fasteignaumsýslu. Nefndin skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á verksviði sínu meðal annars forgangsröðun framkvæmda. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.