Byggðarmerki Fjarðabyggðar
Blái liturinn í byggðarmerki Fjarðabyggðar táknar himinn og haf en sá rauði táknar sólarupprás og sá hvíti fjöllin.
HÖNNUNARSTAÐALL
Hönnunarstaðall setur ramma utan um notkun byggðarmerkis Fjarðabyggðar í prent- og kynningarmálum sveitarfélagsins. Hönnunarstaðallinn er leiðbeinandi tæki fyrir starfsfólk Fjarðabyggðar sem og aðra er koma að kynningarmálum, rafrænt sem og prentuðum. Sveitarfélagið Fjarðabyggð notar merki Fjarðabyggðar á öll gögn, auglýsingar, kynningar, útgáfur og ytri merkingar til að auðkenna starfsemi Fjarðabyggðar. Fylgja skal þessum hönnunarstaðli og ekki má í neinum tilvikum breyta litum merkisins. Hönnunarstaðallinn er ekki tæmandi og ef vafa atriði koma upp varðandi notkun byggðarmerkisins skal hafa samband við upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar.
Nánari útfærslur og dæmi má finna í Hönnunarstaðli og merkjunum er hægt að hlaða niður héðan.