FRAMHALDSSKÓLAR
Í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað eru fjölbreyttar námsleiðir í boði, bæði verklegar og bóklegar. Einnig er í boði bæði grunn-og viðbótarmenntun fyrir unga jafnt sem aldna. Verkmenntaskólinn sinnir breiðum hópi nemenda á öllum aldri. Við hann er heimavist og mötuneyti og ágætis aðstaða í nýlegu verkkennsluhúsi skólans.
Í nágrannsveitarfélögum við Fjarðabyggð eru þrír framhaldsskólar, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Hallormsstaðaskóli. Heimavist er við alla skólanna. Góðar almenningssamgöngur eru í boði fyrir nemendur Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Egilsstöðum.