FJÁRMÁL OG REKSTUR
Fjarðabyggð býr við traustan fjárhag. Staða atvinnulífs er sterk, sér í lagi útflutningsgreina í sjávarútvegi og álvinnslu. Þjónustuiðnaður við þessar greinar er vaxandi þáttur í sveitarfélaginu og merkja má aukinn kraft hvað varðar aðrar greinar atvinnulífsins eins og í ferðaþjónustu, gistingu, veitingarekstri og verslun. Talsvert hefur verið fjárfest í innviðum sveitarfélagsins í tengslum við þá atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og hafa sterkir innviðirnir dregið að sér áhuga fjársfesta á uppbyggingu í atvinnustarfsemi þess. Slíkur áhugi sýnir fram á sterka stöðu Fjarðabyggðar til framtíðar litið.