mobile navigation trigger mobile search trigger

ÖRYGGISÚTTEKT

Öryggisúttekt er úttekt sem þarf að framkvæma áður en nýbygging er tekin í notkun. Lokaúttekt þarf að gera þegar mannvirkjagerð er lokið og innan þriggja ára frá því að mannvirki var tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram. Þjónustan er innifalin í byggingarleyfisgjaldi. Við fyrirspurnum um öryggis- og lokaúttektir tekur skipulags- og byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.

Í byggingarreglugerð má sjá hvaða gögnum þarf að skila, annars vegar fyrir öryggisúttekt (gr. 3.8.1) og hins vegar fyrir lokaúttekt  (gr. 3.9.1).