mobile navigation trigger mobile search trigger

Öldungaráð

Öldungaráð gerir tillögur til fjölskyldunefndar og bæjarstjórnar um hvert það mál sem ráðið telur tengjast hagsmunum íbúa 67 ára og eldri. Ráðið fjallar er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmálamun ásamt því að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Fjarðabyggðar við hagsmunasamtök, móta stefnu og gera tillögur til Fjarðabyggðar sem varðar verksvið þess.

Aðalmenn

Ólafur Helgi Gunnarsson, formaður (B)
Árni Þórhallur Helgason, varaformaður   (D)
Arndís Bára Pétursdóttir (L)
Jórunn Bjarnadóttir Félag eldri borgara
Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir Félag eldri borgara
Þórarinn Viðfjörð Guðnason Félag eldri borgara

Varamenn

Ragnar Sigurðsson (D)
Pálína Margeirsdóttir (B)
Einar Már Sigurðsson (L)
Borgþór Guðjónsson Félag eldri borgara
Örn Ingólfsson Félag eldri borgara

Helstu hlutverk, verkefni og markmið öldungaráðs er:

  • Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu.
  • Að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu.
  • Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.
  • Að koma skoðunum og tillögum íbúa 67 ára og eldri til viðeigandi aðila í stjórnkerfi Fjarðabyggðar.
  • Að gæta hagsmuna íbúa 67 ára og eldri  um mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega.
  • Að efla og  tengsl hagsmunasamtaka hópsins og bæjaryfirvalda með því m.a. að standa fyrir umræðu um þau mál sem til hagsbóta geta verið fyrir íbúa 67 ára og eldri.
  • Að gera tillögur til félagsmálanefndar um stefnumörkun í málefnum íbúa 67 ára og eldri.
  • Að taka til umfjöllunar þau mál sem nefndir eða ráð óska eftir hverju sinni og önnur þau mál sem ráðið telur nauðsynlegt að fjalla um í samræmi við hlutverk og markmið ráðsins.
  • Veita umsögn um framkvæmdaleyfi fyrir dagvist eða stofnun fyrir aldraða.