mobile navigation trigger mobile search trigger

Framtíðin er ljós í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð mun fara í hraða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu í kjölfar tilboðs fjarskiptasjóðs um stuðning við uppbyggingu ljósleiðaraneta utan markaðssvæða í þéttbýli. Hvert heimili í þéttbýli fær 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu til að tengja ljósleiðara fyrir árslok 2026. Þökk sé þessum styrk og í samvinnu við Mílu hf. ætlar Fjarðabyggð að ráðast í það verkefni að ljósleiðaravæða sveitarfélagið með það að markmiðitryggja aukin lífsgæði íbúa og bæta tengingar atvinnulífsins. Verkefnið við að ljósleiðaravæða þéttbýlið mun vera áfangaskipt og stefnt er að klárist fyrir lok ársins 2026. Ljósleiðari er öflug tenging til framtíðar. Fyrst um sinn verður boðið upp á 1.000 megabita / sekúndu nethraða sem verða seinna meir uppfærðar í 10x tengingar sem eru tíu sinnum hraðari.  

„Ljósleiðari er gríðarlega mikilvægur samfélaginu og sér íbúum, stofnunum og fyrirtækjum í Fjarðabyggð fyrir tengingum við umheiminn. Öflugt netsamband er ein af grunnstoðum lífsgæða, menntunar og atvinnutækifæra.“ segir Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Fjarðabyggðar. 

Spurt & svarað  

Hvernig kaupi ég aðgangað ljósleiðara í Fjarðabyggð? 

Þegar þú hefur fengið bækling inn um lúguna um að þitt heimili sé tengt við ljósleiðara Mílu– þá getur þú pantað nettengingu hjá einu af eftirtöldum fjarskiptafélögum sem veita þjónustu á svæðinu:  Hringdu, Vodafone, Hringiðan, Síminn og Nova. Hægt er að fletta upp stöðu tengingar á https://mila.is 

Upplýsingar um uppsetningu á netbúnað innan heimilis eða fyrirtækis veita fjarskiptafélögin við pöntun. 

Hvenær verður mitt heimili tengt við ljósleiðara? 

Áætlun fyrir tengingar eru í grófum dráttum eftirfarandi:  

Verkefnið er að tengja rúmlega þúsund byggingar (staðföng) í Fjarðabyggð. Samkvæmt framkvæmdaáætlun Fjarðabyggðar og Mílu verða eftirfarandi þéttbýli ljósleiðaravædd árið 2025: Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík, Neskaupstaður og Fáskrúðsfjörður. Árið 2026 verða Reyðarfjörður og Eskifjörður ljósleiðaravæddir, en þar er búið að ljósleiðaravæða að hluta til nú þegar. Stefnt er á að klára ljósleiðaravæðingu fyrir árslok 2026. 

Míla hefur hafið framkvæmdir á Fáskrúðsfirði og mun tengja nokkur hús þar í haust, eftir því hvernig tíðin verður. Verktaki á vegum Mílu mun líka heimsækja Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík upp úr 23. október og verður þar í nokkra daga við húsaskoðun. Það felur í sér t.d. að skoða lagnaleiðir innandyra og eiga samtal við húseigendur um þau mál. Í kjölfarið hefjast framkvæmdir strax og veður leyfir næsta vor. 

Hvað er húsaskoðun?  

Húsaskoðun er skoðun á vegum verktaka Míla þar sem verkefnið við að tengja heimili eða byggingu er tekið út með íbúum eða húseiganda. Lagnaleiðir eru skoðaðar og samtal við úbúa um bestu leiðir tekið. 

Húsaskoðun hefst 23. október á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Á næsta ári hefst næsti áfangi og þá hefst húsaskoðun á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. 

Hverjir eru samstarfsaðilar / verktakar Mílu? 

Rafey á Egilsstöðum eru samstarfsaðili Mílu á Austurlandi og sér t.d. um tengingu ljósleiðara og þjónustu því tengt.  

Fleiri verktakar frá Mílu munu koma að verkefninu, bæði jarðvegsframkvæmdum og lagningu ljósleiðara. 

Verður innheimt tengigjald eða stofngjald? 

Nei, ljósleiðaravæðing heimila er íbúum kostnaðarlausu 

Verður lagður ljósleiðara í fyrirtæki? 

Ljósleiðaravæðing til fyrirtækja er hluti heildarverkefninu, þrátt fyrir þau falla ekki undir styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Markmið samstarfsins felur í sér gefa öllum fyrirtækjum í sveitarfélaginu kost á tengjast ljósleiðarakerfinu í verkefninu. 

Er Míla fara loka koparkerfinu? 

Síðustu ár hefur Míla unnið að því að loka koparkerfi félagsins samhliða umfangsmikilli uppbyggingu fyrirtækisins á ljósleiðara til heimila. Á það einnig við um í Fjarðabyggð og verður koparkerfinu lokað samhliða ljósleiðaravæðingu á svæðinu.  

Verður þetta mikið rask? Þarf að grafa upp garðinn minn?  

Míla mun reyna takmarka óþarfa rask og nýta fyrirliggjandi lagnir þar sem það er í boði. Í einhverjum tilvikum þarf að grafa frá götu að heimili eða að byggingu. Áður en sú vinna hefst munu verktakar á vegum Mílu útfæra tengingar í samráði við húseigendur. Míla leggur mikinn metnað við að skila góðum frágangi. 

Af hverju á ég að skipta yfir á ljósleiðara? Netið mitt virkar fínt í dag.  

Vegna þess að koparkerfinu verður lokað og ljósleiðari er margfalt hraðari en núverandi kopartengingar og er öflug tenging til framtíðar.  

Vinsælar lausnir eins og sjónvarpsstreymiveitur (Netflix, Amazon Prime Video, YouTube Premium og Disney+), fjarfundir, fjarnám og snjallsímar krefjast mikillar bandvíddar. Eftirspurn eftir bandvídd hefur statt og stöðugt aukist síðustu áratugi og virðist ekkert ætla gefa eftir. Það er því mikilvægt að komast í ljósleiðarasamband sem fyrst.  

Aukin bandvídd er samfélögum mikilvæg grunnstoð og eykur lífsgæði til muna. Hratt og stöðugt Internet er fjárfesting til framtíðar.  

Hversu hraður er ljósleiðari Mílu?  

Míla býður upp á eins gígabita á sekúndu hraðar tengingar fyrst um sinn og á næstunni verður svæðið uppfært í 10x tengingar sem eru tíu sinnum hraðari. Nánari áætlun fyrir 10x liggur fyrir á næsta ári.