mobile navigation trigger mobile search trigger

Laus störf 

Fjarðabyggð auglýsir öll laus störf á á ráðningarvef Fjarðabyggðar, sem eru yfir 20% hlutfalli og fastráðið er í, nema bæjarráð ákveði annað. Störfin eru auglýst með hæfilegum fyrirvara og eiga auglýsingar að vera lýsandi og vel skilgreindar. Stjórnendur stofnana ráða beint í störf sem undir þá heyra. Við vinnslu umsókna er fyllsta hlutleysis gætt samkvæmt starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Öllum atvinnuumsóknum er svarað með formlegum hætti.

Sótt er rafrænt um starf með því að opna hlekk inn á ráðningarvef Fjarðabyggðar. Gæta þarf að því, að öll umbeðin fylgiskjöl fylgi umsókn. 

Umsækjendur verða að gefa upp persónuupplýsingar þegar sótt er um starf hjá Fjarðabyggð. Upplýsingarnar eru eingöngu nýttar af mannauðs- og umbótasviði Fjarðabyggðar og yfirmanni viðkomandi stofnunar til að finna hæfasta umsækjandann. 

Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er ekki hægt að veita trúnað um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf hjá Fjarðabyggð.

Inná vef starfatorg.is eru laus störf hjá ríkinu auglýst, með því að smella hér er hægt að skoða þau störf sem í boði eru á Austurlandi og sem eru óstaðbundin.