LEIKSKÓLAR
Leikskólar í Fjarðabyggð eru þjónustu- og menntastofnanir fyrir börn sem eru á leikskólaaldri og eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Leikskólar eru á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal. Sækja má um vistun um leið og barn hefur fengið kennitölu. Sjá nánar reglur Fjarðabyggðar um leikskóla. Almennur opnunartími leikskólanna er frá kl. 7:30 - 16:30.
Ferli umsóknar
Sótt er um leikskóladvöl á heimasíðu hvers leikskóla. Leikskólastjóri metur umsóknir og greinir foreldrum/ forráðamönnum frá því hvenær vænst er að skólaganga geti hafist. Eigi síðar en þremur vikum áður en leikskólaganga hefst, er foreldrum/forráðamönnum tilkynnt að barnið hafi fengið inngöngu. Staðfesta skal þá innan sjö daga hvort leikskólaplássið verði tekið. Hafi staðfesting ekki borist innan þeirra tímamarka, telst viðkomandi umsókn ógild.