SAMGÖNGUR VIÐ MJÓAFJÖRÐ
Frá Mjóafirði til Reyðarfjarðar er um 55 km leið, sem liggur um Fagradal (Þjóðvegur 1) og Mjóafjarðarveg (953). Frá Egilsstöðum er leiðin til Mjóafjarðar rúmir 40 km. Mjóafjarðarvegur er malarvegur og verulega brattur og seinfarinn á köflum. Vegurinn er ekki snjóruddur á veturna og er jafnan lokaður frá október og fram í maí.
Á milli Brekkuþorps í Mjóafirði og Neskaupstaðar eru reglubundnar ferjusiglingar frá 1. október til 31. maí. Siglt er með flóabátnum Björgvin (s.849-4797 eða 849-4790). Siglt er tvisvar í viku frá Mjóafirði, á mánudögum og fimmtudögum. Brottfarartími er kl. 10:00 frá Brekkuþorpi og kl. 12:30 frá Neskaupstað.
Hægt er að fara aukaferðir eftir nánara samkomulagi við rekstraraðilan - Björgvin EHF (s.849-4797 eða 849-4790)