mobile navigation trigger mobile search trigger

Sundlaugar Fjarðabyggðar

Góð sundlaugarferð er ómissandi hluti af daglegu lífi í Fjarðabyggð.

Í sveitarfélaginu eru glæsilegar útisundlaugar á Norðfirði og á Eskifirði, með heitum pottum, sundrennibrautum og frábærri aðstöðu. Sundlaug Eskifjarðar opnaði árið 2006 og á sama ári lauk einnig gagngerum endurbótum á Stefánslaug í Norðfirði. Á Fáskrúðsfirði er notaleg innilaug með heitum útipotti. Á Stöðvarfirði og í Breiðdal eru litlar útilaugar ásamt heitum potti í fallegu umhverfi.

Vinsamlegast athugaðu eftirfarandi lokanir:

Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er lokuð 30. júlí til 4. september og frá 18. desember til 4. janúar. 

Sundlaugin á Stöðvarfirði er opin frá 15. maí til 31.ágúst og er því lokuð yfir vetrartímann.

Frá 29. ágúst til 15. september opnar laugin á Stöðvarfirði mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30 vegna skólasunds. 

Sundlaugin í Breiðdal er opin frá 1. júní - 15. september og er því lokuð yfir vetrartímann. 

Sumartímabil
01.06. - 31.08. Mán. - fim.  Föstudagar Laugardagar Sunnudagar
Norðfjörður 07-21 07-21 10-18 13-18
Eskifjörður 07-21 07-21 10-18 11-18
Fáskrúðsfjörður 16-19 15- 18 10-13 Lokað
Stöðvarfjörður (15. maí - 31. ágúst)  13-19 13-19 13-17 13-17
Breiðdalur (1. júní - 15. september) 14-20 14-20 13-17 13-17
Vetrartímabil
01.09. - 31.05. Mán. - fim.  Föstudagar Laugardagar Sunnudagar
Norðfjörður 07-20 07-18 11-18 13-18
Eskifjörður 07-20 07-18 11-16 11-16
Fáskrúðsfjörður 16-19 15-18 10-13 Lokað
Stöðvarfjörður  Lokað  Lokað Lokað Lokað
Breiðdalur Lokað Lokað Lokað Lokað

Stefánslaug Norðfirði

Sundlaugin í Neskaupstað

Útilaug, pottar, gufubað og frábær sólbaðsaðstaða auk tveggja langra rennibrauta. 
Miðstræti 15, 740 Fjarðabyggð. Sími 477 1243. Netfang: itr.nesk@fjardabyggd.is.

Sundlaug Eskifjarðar

Sundlaug Eskifjarðar

Góð útilaug með heitum pottum og gufubaði. Einnig barnavaðlaug og þrjár rennibrautir. 
Dalbraut 3a, 735 Fjarðabyggð. Sími 476 1218. Netfang: itr.esk@fjardabyggd.is

Sundlaugin Fáskrúðsfirði

Sundlaugin Fáskrúðsfirði

Innilaug með heitum útipotti. Sundlaugin er opin á veturna. 
Skólavegi 41, 750 Fjarðabyggð. 
Sími 475 9070. Netfang: sund.fask@fjardabyggd.is.

Sundlaugin í Breiðdal

Sund_bre_18_1_s.JPG

Lítil útilaug og heitur pottur. Opin á sumrin.
Selnes 25, 760 Fjarðabyggð. Sími 470 5575.
Netfang: johanna.gudnadottir@fjardabyggd.is 

Sundlaugin Stöðvarfirði

Sundlaugin Stöðvarfirði

Lítil útilaug og heitur pottur. Opin á sumrin.
Skólabraut 20, 755 Fjarðabyggð (fyrir neðan grunnskólann).
Sími 475 8930. Netfang: 
itn.stod@fjardabyggd.is