mobile navigation trigger mobile search trigger

VELFERÐAÞJÓNUSTA

Velferðþjónusta heyrir undir fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Leiðarljós þjónustunnar er að standa vörð um lífsgæði íbúa sem félagslegt og fjárhagslegt öryggisnet þeirra sem á þurfa að halda. Hverjum einstaklingi er mætt á eigin forsendum, á jafnræðisgrunni og af virðingu, með það fyrir augum að styrkja hvern og einn til sjálfsábyrgðar og sjálfshjálpar. Starfsgrunnur félagsþjónustu er að fjölbreytileika beri að virða sem styrkleika. Í ljósi þess beri að vinna gegn aðgreiningu á grundvelli mismunandi þarfa, s.s. aldurs, fötlunar eða uppruna.

Upplýsingar og leiðbeiningar er stór þáttur í starfi félagsþjónustunnar. Stuðningsviðtöl eru veitt og ráðgjöf um réttindamál vegna félagslegra eða persónulegra erfiðleika. Einnig er veitt fagleg ráðgjöf og handleiðsla í fjármálum einstaklinga og fjölskyldna. Mikilvægur liður í starfsemi félagsþjónustu Fjarðabyggðar er að faglært starfsfólk með haldgóða menntun og þekkingu skipi hvert rúm og að starfsumhverfið veiti því nauðsynlegan stuðning í starfi. Stöðugt er unnið að þróun sviðsins og möguleikum starfsfólks til að veita sem besta þjónustu.