Fjölskyldunefnd
Fjölskyldunefnd skal móta stefnu sveitarfélagsins, s.s. í félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, málefnum fatlaðs fólks, eldra fólks og í jafnréttismálum. Þá mótar fjölskyldunefnd stefnu í fræðslu-, forvarnar- og menntamálum ásamt því að móta stefnu sveitarfélagsins í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmálum og styðja við virkt íþrótta- og tómstundastarf.
Fjölskyldunefnd skal taka ákvarðanir og gera tillögur til bæjarráðs um málefni á sínu verksviði. Nefndin hefur eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði hennar sé fylgt.
Fjölskyldunefnd fer með önnur þau verkefni sem bæjarráð ákveður.