Íþróttamiðstöðvar
Boðið upp á rafræna opnun líkamsræktarstöðvanna á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði utan hefðbundins opnunartíma.
Handhafar tímabilakorta (3 mánaða-, 6 mánaða-, 12 mánaða- og parakorta) 18 ára og eldri, gefst kostur á að kaupa aukalega rafrænt aðgengi og verður gjaldið 500 kr. á mánuði. Athugið að rafrænt aðgengi virkar eingöngu með harðplastkortum, og þurfa þeir sem hyggjast nýta sér þjónustuna að koma við í íþróttamiðstöðvum til að láta prenta nýtt kort.
Rafræn opnun utan hefðbundins opnunartíma verður á eftirfarandi tímum:
- Virkir daga frá 05:00 – 00:00
- Helgar frá 08:00 – 18:00
- Opið alla daga ársins nema jóladag (25. desember), annan í jólum (26. desember) og nýársdag (1. janúar).
- Á öðrum frídögum 08:00 - 18:00
Nánari upplýsingar eru veittar í viðkomandi íþróttamiðstöð
Norðfjörður | ||||
---|---|---|---|---|
Tímabil | Mán.-fim. | Föstudaga | laugardaga | Sunnudaga |
01.09.-31.05. | 06:00-20:00 | 06:00-18:00 | 11:00-18:00 | 13:00-18:00 |
01.06.-31.08. | 06:00-20:00 | 06:00-20:00 | 10:00-18:00 | 10:00-18:00 |
Er staðsett í sama húsnæði og Stefánslaug
Eskifjörður | ||||
---|---|---|---|---|
Mán.-fim. | Föstudaga | Laugardaga | Sunnudaga | |
01.09.-31.05. | 06:00-20:00 | 06:00-18:00 | 11:00-16:00 | 11:00-16:00 |
01.06.-31.08. | 06:00-21:00 | 06;00-21:00 | 10:00-18:00 | 10:00-18:00 |
Er staðsett í sama húsnæði og Sundlaug Eskfjarðar
Reyðarfjörður
Virka daga | Laugardaga | Sunnudaga |
---|---|---|
07:00-21:00 | 09:00:00-13:00 | Lokað |
Er staðsett í íþróttahúsinu við hlið grunnskólans.
Opnunartími yfir sumarið er frá klukkan 15-21 á virkum dögum og lokað um helgar. Sumaropnun gildir frá 1. júlí til 6. ágúst. Rafræn opnun er óbreytt.
Fáskrúðsfjörður
Virka daga | Laugardaga | Sunnudaga |
---|---|---|
08:00-20:30 | 10:00-13:00 | Lokað |
Er staðsett í íþóttahúsi Fáskrúðsfjarðar
Opnunartími yfir sumarið er breytilegur. Upplýsingar má nálgast í íþróttahúsi.
Breiðdalsvík
Mánudag til fimmtudags | Föstudag til sunnudags |
---|---|
16:00-20:00 | Lokað |
Ágætis líkamsræktaraðstaða er staðsett í íþóttahúsi Breiðdals sem er staðsett við sundlaugina.
Opnunartími yfir sumarið er breytilegur. Upplýsingar má nálgast í íþróttahúsi.
Á Stöðvarfirði rekur íþróttafélagið Súlan líkamsrækt í íþróttahúsi staðarins. Korthafar fá aðgangslykil og komast þannig inn kvölds og morgna, alla daga ársins. Nánari upplýsingar í síma 868 3806.
Íþróttahúsið Norðfirði
Húsið er alhliða íþróttahús sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþróttahúsinu. Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum sem stendur utar í bænum. Íþróttahúsið er nýtt undir kennslu flesta daga frá morgni til kl.16:00 en eftir það taka við æfingar íþróttafélaganna. Netfang íþróttamiðstöðvarinnar er itmnes@fjardabyggd.is.
Stefánslaug Norðfirði
Stefánslaug í Neskaupstað stendur við Miðstræti. Laugin er 25 metra útilaug með tveim heitum pottum, vaðlaug, sánabaði og tveim stórum rennibrautum auk þess sem rekin er líkamsrækt í kjallara. Aðstaða laugarinnar er nýlega endurbyggð, bæði sundlaugarkerið og búningsklefar. Íþróttahús, 477 1181, sundlaug, 477 1243, itmnes@fjardabyggd.is.