Gæludýrahald
Hundar, kettir og fiðurfénaður er skráningarskylt gæludýrahald innan þéttbýlismarka í Fjarðabyggð. Skrá þarf dýr innan mánaðar eftir að þau koma inn á heimilið, ungviði þarf að skrá frá 3ja mánaða aldri. Afskráningu skal tilkynna innan mánaðar frá því dýrið flytur eða deyr.
Greitt er leyfisgjald fyrir hunda og ketti skv. gjaldskrá, en árlegt leyfisgjald er sent út í greiðsluseðli undir lok hvers árs.
Innifalið í leyfisgjaldinu er ormahreinsun sem og almenn umsýsla s.s. þjónusta og samskipti við gæludýraeigendur, aðstoð í tengslum við týnd dýr, viðhald hundasvæða o.fl. Boðun í ormahreinsun er send árlega, á haustin. Skylt er skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að mæta með hunda og ketti í hreinsunina og/eða framvísa vottorði um hreinsun innan þess tíma sem árleg hreinsun hunda og katta fer fram að hausti, tímabilinu september til október ár hvert
Ábendingar og kvartanir vegna gæludýrahalds s.s. vegna ónæðis skal sent til dýraeftirlits Fjarðabyggðar, dyraeftirlit@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000 / 834 0824.