Pistill bæjarstjóra vegna ofanflóða í Neskaupstað
27.03.2023Í morgun vorum við enn á ný minnt á hve óblíð náttúruöflin á Íslandi geta verið. Það var óþægileg tilfinninig að vakna við tilkynningar um snjóflóð úr hlíðunum ofan Neskaupstaðar. Íbúar Neskaupstaðar og aðrir íbúar Fjarðabyggðar eru auðvitað full meðvitaðir um hættuna, en þegar hún steðjar að með svo áþreifanlegum hætti er alltaf erfitt að takast á við hana. Það var engu að síður aðdáunarvert að finna hve íbúar og viðbragðsaðilar tókust á við verkefnið af miklu æðruleysi og dugnaði – slíkt skiptir sköpum.