mobile navigation trigger mobile search trigger

BÆJARSTJÓRI

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri bæjarins og æðsti yfirmaður starfsliðs stjórnsýslunnar og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og bæjarmálefna að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Bæjarstjóri kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur bæjarstjóri rétt til setu á fundum ráða bæjarins með sömu réttindum.

Bæjarstjóri er með viðtalstíma á þriðjudögum frá klukkan 10:00 til 12:00. Hægt er að bóka tíma fyrir viðtal á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000.

Sendu bæjarstjóra póst

jona.jpg

Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Jóna Árný kemur frá Norðfirði og hefur víðtæka stjórnunarreynslu og sérþekkingu á sviði rekstrar, fjármála og þróunar. Hún er löggiltur endurskoðandi og starfaði sem ráðgjafi hjá KPMG árin 2005-8, síðan sem fjármálastjóri Fjarðabyggðar í tvö ár, síðan önnur tvö ár í innri endurskoðun Alcoa Fjarðaál. Hún starfaði síðan sjálfstætt þar til hún varð framkvæmdastjóri Austurbrúar vorið 2014.

PISTLAR BÆJARSTJÓRA

Pistill bæjarstjóra vegna ofanflóða í Neskaupstað

27.03.2023 Pistill bæjarstjóra vegna ofanflóða í Neskaupstað

Í morgun vorum við enn á ný minnt á hve óblíð náttúruöflin á Íslandi geta verið. Það var óþægileg tilfinninig að vakna við tilkynningar um snjóflóð úr hlíðunum ofan Neskaupstaðar. Íbúar Neskaupstaðar og aðrir íbúar Fjarðabyggðar eru auðvitað full meðvitaðir um hættuna, en þegar hún steðjar að með svo áþreifanlegum hætti er alltaf erfitt að takast á við hana. Það var engu að síður aðdáunarvert að finna hve íbúar og viðbragðsaðilar tókust á við verkefnið af miklu æðruleysi og dugnaði – slíkt skiptir sköpum.

Lesa meira

Nokkur orð í kjölfar óveðurs

28.09.2022 Nokkur orð í kjölfar óveðurs

Íbúar Fjarðabyggð voru svo sannarlega minntir á hve öflug náttúruöflin geta verið þegar aftakaveður gekk yfir austfirði sl. sunnudag. Veðrið hófst á snemma á sunnudag og gekk það ekki almenninlega niður fyrr en á mánudagskvöld. Það er ljóst að tjónið er mikið hjá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélagsins. Það gefur augaleið að þarna hafa miklir kraftar verið á ferð, og veður sem við þurfum sem betur fer ekki oft að takast á við. Einna mest virðist tjónið vera á Reyðarfirði, en einnig víðar um sveitarfélagið en fyrir liggur að einhvern tíma mun taka að átta sig á umfangi þess en vinna við það er í fullum gangi.

Lesa meira

Horft til framtíðar um áramót - Áramótapistill bæjarstjóra

31.12.2021 Horft til framtíðar um áramót - Áramótapistill bæjarstjóra

Nú við áramót, þegar enn eitt árið hefur þotið hjá, er við hæfi að horfa til nýs árs með þeim verkefnum sem áætluð eru hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð á komandi ári. Framundan er að venju viðburðaríkt ár en verkefni sveitarfélagins á hinum ýmsu sviðum eru mörg. Hér á eftir ætla ég að horfa aðeins til framtíðar og fara í stuttu máli yfir helstu verkefni ársins sem framundan er. Það er ástæða til bjartsýni, okkar kraftmikla samfélag er byggt á traustum grunni og því enginn ástæða til annars en að horfa björtum augum á verkefni ársins.

Lesa meira