AÐ FLYTJA TIL FJARÐABYGGÐAR
Hér má finna allar helstu upplýsingar fyrir þá sem eru að skoða að flytja hingað til okkar í Fjarðabyggð. Vonandi nýtast þær, annars er líka alltaf velkomið að senda okkur póst á fjardabyggd@fjardabyggd.is
FLUTNINGSTILKYNNING
Tilkynna skal um flutninga til Þjóðskrár Íslands, íbúaskrár. Íbúum er bent á þann möguleika að fylla inn rafrænar tilkynningar en það er hægt að gera á vefjunum www.skra.is og www.island.is
Atvinna
Hægt er að nálgast upplýsingar um laus störf hjá Fjarðabyggð á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella á eftirfarandi hlekk: laus störf
Hiti og rafmagn
Íbúar geta valið sér raforkusala og eru hvattir til að bera saman verð á milli raforkusala, það er meðal annars hægt að gera inná aurbjorg.is
Hitaveita er á Eskifirði en annars staðar í Fjarðabyggð eru hús hituð með rafmagni. Skrifstofa Hitaveitu Fjarðabyggðar er á Strandgötu 16, 735 Fjarðabyggð og síminn er 470 9000.
Sorpflokkun
Í Fjarðabyggð er notast við þriggja tunnu sorptunnukerfi í Fjarðabyggð. Gráa-, Græna- og Brúna tunnan eru allar losaðar á þriggja vikna fresti.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: sorphirða
Sundlaugar
Í Fjarðabyggð eru reknar fimm sundlaugar, á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal.
Hægt er að skoða opnunartíma þeirra hér
Íþróttamiðstöðvar
Í Fjarðabyggð eru rekin sex íþróttahús og líkamsrækt á öllum stöðum. Hægt er ða nálgast frekari upplýsingar um íþróttaðastöðu hér
Skíðamiðstöðin Oddsskarð eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft kallað, er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Frekari upplýsingar um skíðamiðstöðina er hægt að nálgast hér
Grunnskólar
Í Fjarðabyggð eru reknir fimm grunnskólar fyrir börn á grunnskólaaldrinum sex til fimmtán ára. Skólarnir eru Nesskóli í Neskaupstað, Grunnskóli Eskifjarðar, Grunnskóli Reyðarfjarðar, Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli.
Sótt er um skólavist hjá hlutaðeigandi skóla. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: grunnskólar
Leikskólar
Í Fjarðabyggð eru starfræktir sex leikskólar og sótt er um leikskóladvöl á heimasíðu hvers leikskóla.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: leikskólar
Tónlistaskólar
Í Fjarðabyggð eru þrír tónlistarskólar, Tónskóli Neskaupstaðar, Tónlistarskóli Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar og Tónlistarskóli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar sem einnig þjónar í Breiðdal.
Frekari upplýsingar um tónlistakóla og umsóknarferli má nálgast með því að smella á eftirfarandi hlekk tónlistaskólar
Verslun og þjónusta
Í Fjarðabyggð er að finna alla þá þjónustu sem þarf að vera til staðar í hverju samfélagi. Matvöruverslanir, bakarí, apótek, banki, hárgreiðslu- og snyrtistofur, tannlæknir, efnalaug, umboðaaðili tryggingafélaga, skiltagerð, eldsneytissala, bifreiða- og vélaverkstæði og veitinga- og gististaðir.
Krónan er með verslun í Molanum Reyðarfirði ásamt Lyfju, Fjarðabásum og Veiðiflugunni. Lyfja rekur einnig verslanir á Norðfirði og Eskifirði. Kjörbúðin rekur svo verslanir á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Á Breiðdalsvík er gamla búðin Kaupfjelagið rekið.
Samgöngur
Strætó heldur uppi áætlunarferðum á milli kjarna í Fjarðabyggð. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um ferðir strætisvagna Fjarðabyggðar með því að smella á eftirfarandi hlekk: almenningssamgöngur
Mannlíf
Í Fjarðabyggð er öflugt menningar- og listalíf. Fjölmörg gallerý og vinnustofur ásamt söfnum.
Hægt er að allar upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: menning
Heilsugæsla
Í Fjarðabyggð er rekin öflug heilbrigðisþjónusta á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Tímabókanir hjá heimilislæknum fara fram í gegnum aðalnúmer hverrar starfsstöðvar
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: Heilbrigðisstofnun Austurlands
Húsnæði
Viltu byggja? Byggingafulltrúi veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.
Skoða lausar lóðir: www.map.is/fjardabyggd
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á eftirfarandi hlekk: Byggingalóðir
Leigufélögin Bríet, Brák og Heimstaden eru með íbúðir til leigu í Fjarðabyggð
Fasteignasölur:
Lindin Fasteignir sími: 893 1319
Byr fasteignasala sími: 483 5800