LÓÐALEIGUSAMNINGAR
Lóðarleigusamningur er samningur milli Fjarðabyggðar og lóðarleigjanda. Í lóðarleigusamningi eru skilmálar fyrir leigu á lóð ásamt upplýsingum um stærð lóðar, notkun og staðsetningu. Lóðarleiga er samkvæmt lögum og samþykktum bæjarstjórnar hverju sinni. Ársleiga er reiknuð í hlutfalli við fasteignamat lóðar. Lóðarleigusamningur er gerður þegar lóð hefur verið úthlutað, byggingarleyfi hefur verið gefið út og undirstöður eru komnar á lóð.
Lóðarleigusamningur fyrir lóðir án mannvirkis er háður úthlutun lóðar. Fyrirspurnum um lóðarleigusamninga svarar byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000. Umsóknareyðublöð má nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar.