mobile navigation trigger mobile search trigger

LÓÐALEIGUSAMNINGAR

Lóðarleigusamningur er samningur milli Fjarðabyggðar og lóðarleigjanda. Í lóðarleigusamningi eru skilmálar fyrir leigu á lóð ásamt upplýsingum um stærð lóðar, notkun og staðsetningu. Lóðarleiga er samkvæmt lögum og samþykktum bæjarstjórnar hverju sinni. Ársleiga er reiknuð í hlutfalli við fasteignamat lóðar. Lóðarleigusamningur er gerður þegar lóð hefur verið úthlutað, byggingarleyfi hefur verið gefið út og undirstöður eru komnar á lóð. 

Lóðarleigusamningur fyrir lóðir án mannvirkis er háður úthlutun lóðar. Fyrirspurnum um lóðarleigusamninga svarar byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000. Umsóknareyðublöð má nálgast í Íbúagátt Fjarðabyggðar.

Umsóknarferli

  • Beiðni um gerð lóðarleigusamninga berst skipulags- og byggingarfulltrúa.
  • Lóðarleigusamningur er gerður í  þremur eintökum og sendur til lóðarhafa til undirritunar.
  • Lóðarhafi undirritar öll eintökin og sendir aftur til byggingarfulltrúa sem sér um að senda tvö eintök til sýslumannas til þinglýsingar.  Einu eintaki heldur sýslumaður en hitt er sent aftur til lóðarhafa.
  • Lóðarhafi greiðir fyrir þinglýsingu.
  • Umsóknir skal fylla út í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar. 

ÁBENDINGAR

Hægt er að senda inn ábendingar í gegnum ábendingagátt Fjarðabyggðar:

https://www.fjardabyggd.is/abending

YFIRSTJÓRN

Skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar,

TENGD SKJÖL