Fjallskilanefnd
Nefndin mótar stefnu og hefur umsjón og eftirlit með fjallskilum og afréttarmálum. Þá ber nefndin ábyrgð á gerð fjallskilaboðs og að koma því til kynningar þeim sem fjallskil skulu standa. Nefndin tekur ákvarðanir innan markaðrar stefnu og fjárheimilda í þeim málaflokkum. Nefndin ber ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila í málaflokknum. Jafnframt hefur nefndin eftirlit með að samþykktum og stefnumörkun á verksviði nefndarinnar sé fylgt. Þá fer nefndin með önnur þau verkefni sem umhverfis- og skipulagsnefnd ákveður.