REFA- OG MINKAVEIÐAR
Hvert grenjaveiðitímabil vegna refaveiða stendur yfir frá 1. maí til 31. júlí ár hvert. Á því tímabili er einungis ráðnum veiðimönnum heimilt að veiða grendýr og yrðlinga. Utan grenjavinnslutíma er greiðsla fyrir refaskott er einungis greidd refaskyttum með samning við Fjarðabyggð, skv. samningi þeirra þar um. Öll veiði er bönnuð innan friðlýstra svæða í Fjarðabyggð nema friðlýsingarákvæði svæðisins heimili annað. Hægt er að sækja um undanþágu til umhverfis- og skipulagsnefndar á grenjavinnslu refs inn á friðlýstum svæðum.
Veiðimenn er ráðnir til grenjavinnslu minks frá 20. apríl til 30. júní og fá þeir greidd verðlaun fyrir grenjavinnslu skv. samningi við Fjarðabyggð. Frá 1. júlí – 19. apríl er öllum veiðimönnum heimilt að veiða mink. Greitt er fyrri 3.000 kr. fyrir minkaskott utan grenjavinnslutíma. Öll veiði er bönnuð inn á friðlýstum svæðum í Fjarðabyggð nema friðlýsingarákvæði svæðisins heimili annað. Hægt er að sækja um undanþágu til umhverfis- og skipulagsnefndar á grenjavinnslu fyrir minka inn á friðlýstum svæðum.