FJARÐABYGGÐ Í TÖLUM
Um 5.200 íbúar voru búsettir í Fjarðabyggð í apríl 2022. Sveitarfélagið er 1.615 ferkílómetrar að flatarmáli. Það nær frá Dalatanga (Mjóifjörður) í norðri að Streiti (Breiðdal) í suðri. Það er fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi og það 10. í röðinni af 75 sveitarfélögum landsins hvað íbúafjölda snertir.
Sjö bæjarkjarnar eru í Fjarðabyggð - Mjóifjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík. Hver kjarni býr yfir eigin sögu og sérstöðu. Allir eiga þeir þó sameiginlegt nábýli við náttúru landsins, fjölbreytta möguleika til gefandi útivistar, afþreyingu og fjölskylduvænt umhverfi.