STÖÐULEYFI
Umsóknir
Sótt er um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa og er umsókn hluti af byggingarleyfisumsókn. Stöðuleyfi er heimild til að staðsetja hjólhýsi, gáma, torgsöluhús og þess háttar á tilteknum stað í takmarkaðan tíma. Stöðuleyfi getur gilt lengst í eitt ár. Nánari upplýsingar um stöðuleyfi og forsendur leyfisveitingar veitir byggingarfulltrúi á netfanginu byggingarfulltrui@fjardabyggd.is eða í síma 470 9000.
Ferli umsóknar
- Byggingarfulltrúi tekur innsendar umsóknir
til meðferðar/afgreiðslu tvisvar í mánuði. - Málið fer fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd,
sem fundar tvisvar í mánuði. - Svarbréf sent til umsækjanda.
- Skila má umsóknum inn í Íbúagátt Fjarðabyggðar.