Bókasöfn
Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru samsteypusöfn og þjóna bæði almenningi og skólum í Fjarðabyggð.
Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex. Þau eru á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði. Þau eru öll staðsett í grunnskólunum á hverjum stað. Söfnin búa yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna, s.s. skáldsögur, fræðibækur, tímarit, myndasögur, spil og púsl. Einnig gegna söfnin viðamiklu hlutverki þegar kemur að nemendum, bæði til afþreyingar og náms. Veitt er upplýsingaþjónusta í formi heimildaleitar og boðið er upp á lesaðstöðu.