Hitaveita
Hlutverk Vatnsveitu Fjarðabyggðar er að annast alla almenna þjónustu við vatnsnotendur og tryggja að ætíð sé fyrir hendi nægt vatn. Vatnsveitan nýtir vatnsból á sex aðskildum megin svæðum og dreifir neysluvatni frá þeim til notenda áfram um aðskilin dreifikerfi. Allar veiturnar byggja og reka eigið vinnslu- og dreifikerfi. Eftirlits- og stýrikerfi veitunnar er sameiginlegt og samtengt í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði þannig að hægt er að fylgjast með og vakta allt kerfið frá þremur stöðum. Stefnt er að því að stýrikerfið nái til allra hluta vatnsveitunnar. Auk þess er hægt að skoða stöðu kerfisins í gegnum heimasíðu Fjarðabyggðar fyrir þá sem aðgang hafa að því.
Vinnslusvæði hitaveitu
Eskifjarðarsel/Byggðarholt
Virkjunarár: 2005
Hiti vatns: 76 °C
Ársmeðaltal: 21 l/s
Hámarksdæling: 50-60 l/s
Borhola ES-1 var boruð haustið 2002 og er 1327 m djúp, er fóðruð í 430 og jarðfræðingar telja að borholan fari í gegnum æð með innsteymi 80 °C heitu vatni á 930 m dýpi. Borola ES-1 var afkastamæld og gaf allt að 30 l/s í blásturprófun við borlok og var niðurdráttur metin innan við 100 m. Sjálfrennsli úr borholu ES-1 var í nálægt 7 l/s eftir blástursprófanir og borlok en sjálfrennsli minnkaði niður í 4,5 l/s fjórum mánuðum eftir blástursprófani og borlok. Eftir boranir voru gerð líkön af jarðhitakerfinu sem gerði sérfræðingum kleift að framkvæma hermanir með líkönum sem voru byggð á 30 daga prófun á holu ES-1 í febrúar/mars 2003 og gáfu til kynna 15 l/s dæling úr jarðhitakerfinu væri líklegt að vatnsborð falli um 130 – 250 m á 5 árum
Borhola ES-2 var boruð í lok 2003 og lauk í byrjun 2004. Fjarlægð á milli vinnsluholu ES-1 og ES-2 er um 300 m. Borhola ES-2 var boruð bein niður í 530m en skáboruð frá því dýpi og niður í 1004 m. Borhola ES-2 sker heita æð í 850 m dýpi sem gefur af sér í kringum 80°C heitt vatn. Hermun á vinnslugetu borholu stuttu eftir borun ES-2 sýndi fram á að við 18 l/s í 5 ár gæti vatnsborð fallið um 140 – 180 m. Borhola ES-2 er með lægri iðustreymisstuðul sem orsakar minni niðurdrátt og ætti því að vera afkastameiri. Vegna þessa er borhola ES-2 notuð sem aðalvinnsluhola og ES-1 verið notuð sem varahola
Dreifikerfi hitaveitu
Til að koma heita vatninu frá borholusvæðum og til notanda þarf margskonar búnað, tæki og mannvirki. Allt byrjar þetta í hitaveituborholum á vinnslusvæðum, síðan taka aðveituæðar við en þær flytja vatnið frá vinnslusvæðum og nær notendum en þá tekur dreifikerfi hitaveitu við sem kemur heita vatninu alla leið inn í hús til notanda.
Vinnslusvæði
Hitaveituborholurnar á vinnslusvæðinu eru misdjúpar. Í borholunum eru dælur sem dæla heita vatninu upp úr borholunum. Yfir holunum eru svokölluð borholuhús.
Aðveituæðar
Frá borholunum er heita vatnið svo flutt með aðveituæð í loftskilju/safngeymi sem staðsettur er nær notandanum. Í loftskiljunni losna eimbólur úr heita vatninu. Aðveituæðar eru í dag allar lagðar neðanjarðar.
Dreifikerfi
Dreifikerfi hitaveitu samanstendur af lögnum og skerpistöðvum.
Lengd lagna |
|
Virkjaðar borholur |
2 stk |
Dælustöðvar |
2 stk |
Skerpistöðvar |
2 stk |
Fjöldi tanka/heildarrúmmál |
1 stk / 120 m3 |
Dreifing á ári |
641.016 m3 |
Meðalnotkun á heimili |